Vona að sátt hafi náðst um rekstur Vinnslustöðvarinnar

25.Nóvember'07 | 13:42

VSV vinnslustöðin

Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir segjast vona, að með kaupréttarsamningi við heimamenn í Vestmannaeyjum um sölu á tæplega þriðungshlut bræðranna í Vinnslustöðinni til Ísfélagsins náist sátt um framtíðarrekstur Vinnslustöðvarinnar.

Tilkynning bræðranna er eftirfarandi:

„Við bræður eignuðumst hlut í félaginu árið 2002. Forsenda okkar fyrir aðkomu að félaginu var að félagið væri skráð í Kauphöll. Frá þeim tíma höfum við átt gott samstarf við heimamenn í Vestmannaeyjum um rekstur félagins í Eyjum.

Í maí síðast liðnum, okkur að óvörum, fór hópur hluthafa sem réð yfir 50,04% hlutafjár fram á afskráningu félagsins úr Kauphöll og gerði öðrum hluthöfum yfirtökutilboð sem metið var mjög ósanngjarnt af hlutlausum aðila.

Nú höfum við náð samningi við Ísfélag Vestmannaeyja og tengda aðila um kauprétt á okkar eignarhlut, ca. þriðjungshlut, í Vinnslustöðinni hf.

Það er von okkar að með þessum kaupréttarsamningi við heimamenn í Vestmannaeyjum náist sátt um framtíðarrekstur Vinnslustöðvarinnar hf."

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.