Með viljann að vopni

25.Nóvember'07 | 13:47
Séra Kristján bauð ÍBV liðinu í kirkju daginn fyrir leik og gaf þeim andlega næringu.
Sú orka leystist úr læðingi í leiknum gegn Aftureldingu í dag.

ÍBV strákarnir léku með hjartanu gegn Aftureldingu í dag. Þrátt fyrir hvert áfallið á fætur öðru að undanförnu gáfu strákarnir ekki upp vonina. Samheldi, gleði og barátta var einkennandi í hópnum síðustu daga.

Við fengum nýjan leikmann til okkar í gær.Hann heitir Sergiy Trotsenko og kemur frá Úkraínu. Hann þurfti að ferðast um langan veg til að koma til Eyja. Ferðin byrjaði á miðvikudaginn. Fyrst 1.000 km. í járnbrautalest frá austur hluta Úkraínu til höfuðborgarinnar Kiev. Þar þurfti hann að fara í norska sendiráðið og fá vegabréfsáritun, sem hann fékk ekki. Hann hringdi í Gintaras. Gintaras í mig, ég í Sjóvá, Þjóðskrá og að endingu í Útlendingastofu. Sólveig hjá Útlendingastofu hringdi sjálf út til þeirra í norska sendiráðinu og fékk þá til að gefa honum áritunina tíu mínútum fyrir lokun. Var um smámunasemi norðmannanna að ræða. Þaðan hélt hann út á flugvöll og flaug um nóttina til Parísar. Beið á flugvellinum í París í nokkra klukkutíma og flaug þá til Keflavíkur. Lenti á Íslandi kl.16:05 í gær og kemur þá í ljós að allur farangur hans var týndur. Hjálmar Baldursson beið eftir honum og keyrði honum beint í Herjólf. Þar tók við Herjólfsferð dauðans í 9 metra ölduhæð. Kominn til Eyja kl 22:35 tæpum þremur sólahringum frá því að hann lagði af stað. Spilar síðan leik í dag kl.15:00 og skoraði 8 af 24 mörkum ÍBV.

ÍBV byrjaði ekki vel og var komið 6 mörkum undir. En eftir leikhlé var eins og nýtt lið væri komið í hvítu treyjurnar. Og "Slæmi kaflinn" sem alltaf hefur verið í byrjun seinni hálfleiks varð "Góði kaflinn" eins og reyndar allur seinni hálfleikur. Frábært hjá ykkur strákar og Gintaras.

 

http://maggibraga.blog.is/blog/maggibraga/ 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).