Vinnslan byrjuð, Loksins!!!!

24.Nóvember'07 | 11:16

Gunni

Þá erum við byrjaðir að frysta, við komum á miðin í gær með viskustykkið hennar Dúllu hans Bedda hér aftur í kassa og köstuðum því strax í hafið, ekki var sammt árangurinn neitt sérstakur,við fengum garnið á vírin og rúllaðist þetta þokkalega vel uppá sig, við vorum í smá tíma að ná þessu kláru og voru svo um 60 til 80 tonn í þessu. Við köstuðum svo aftur og þá gekk þetta mjög vel og vorum við um 6 mínutur að draga nótina enda er hún ekkert risastór,hún er eiginlega mjög lítil, en það voru sammt um 200 tonn í þessu, svo vorum við það heppnir að Júpíter átti afgang og fengum við hann hjá honum og dugði það til að fylla alla tanka.

Þannig að við erum bara á fullu að frysta núna á meðan við liggjum við akkeri,höfum í vinslu í tvo til þrjá daga. Eitthvað hefur veiðin dottið niður hérna inni við Hvammsfjörð því öll skipin eru farin út og erum við hérna einir eftir og ég hef ekki hugmynd um hvar hin skipin eru, vonandi einhverstaðar að fiska, en við bara dúllum okkur hér einir í vinslu sem er mjög næs því þetta er einsog að vera við bryggju. Ég set svo hérna inn nokkrar myndir frá gærdeginum, bið að heilsa í bili.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).