Ísfélagið kaupir hlut Stillu í Vinnslustöðinni

24.Nóvember'07 | 18:19

VSV vinnslustöðin

Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Fjárfestingafélagið Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum hafa undirritað samning um kauprétt á öllum hlutum Stillu og fleiri félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni.

Samningurinn er undirritaður í nafni óstofnaðs hlutafélags í eigu Ísfélagsins og Kristins, sem er í eigu aðaleigenda Ísfélags og er að því stefnt að fjölga hluthöfum þess, einkum úr röðum heimamanna að því er fram kemur í fréttatilkynningum.

Í tilkynningunni segir að markmið kaupenda sé að eignast í það minnsta 35% hlut í félaginu og ná samkomulagi við meirihlutaeigendur félagsins og stjórnendur um rekstur þess.

Þá segir að undanfarna mánuði hafi ríkt ókyrrð í kring um Vinnslustöðina og eigendur átt í harðvítugum deilum. Margir Eyjamenn hafa óttast að svo kunni að fara að heimamenn misstu tök á félaginu og hætta væri á að aflaheimildir yrðu fluttar frá Vestmannaeyjum með alvarlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og íbúa. „Við slíkt ástand verður ekki unað enda er Vinnslustöðin einn burðarása atvinnulífs í Vestmannaeyjum", segir í tilkynningunni. Að mati kaupenda er Vinnslustöðin áhugavert félag og rekstur þess vænlegur til framtíðar litið.

Í tilkynningunni segir ennfremur að mýmörg tækifæri séu að mati kaupréttarhafa til samvinnu á mill Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og fleiri aðila í útgerð og vinnslu í Vestmannaeyjum og verður í framhaldi samningsins látið reyna á vilja meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar til slíks samstarfs til eflingar atvinnulífi í Vestmannaeyjum.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.