Styttri jól í eyjum

21.Nóvember'07 | 07:14

Jól jólaskraut

Jólin í Vestmannaeyjum verða degi styttri en jól annarra landsmanna. Bæjaryfirvöld og ÍBV hafa ákveðið að færa þrettándann yfir á laugardaginn 5. janúar, þar sem heppilegra er að halda hátíð þann dag.
Þessi háttur verður hafður á næstu tvö árin. Það þýðir að þrettándinn verður laugardaginn 3. janúar að ári. Jólin styttast því um þrjá daga árið 2009.

Þrettándanefnd ÍBV samþykkti tillöguna á fundi sínum í vikunni, en fundinn sat einnig Elliði Vignisson bæjarstjóri, að því er kemur fram á vefnum sudurland.is. Lofuðu bæjaryfirvöld frekari aðkomu að þrettándagleðinni ef hún yrði haldin á laugardegi.

Þrettándagleðin hefur verið stór viðburður í jólahaldinu í Vestmannaeyjum í rúmlega hálfa öld. Þá kveðja jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði íbúa Heimaeyjar með virktum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is