Undirskriftarlistinn

19.Nóvember'07 | 11:01

Svenni

Þætti gaman að vita hver stendur á bakvið undirskriftarlistann sem nú liggur frammi í verslunum hér í bæ. Þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta fara fram kosningu um Bakkafjöru. Sá listann í Vöruval og þar voru nokkrir búnir að skrifa undir.

Hverjir eru sérfræðingarnir sem hrópa hvað hæst gegn Bakkafjöru? Ég hef hitt fólk sem er á móti Bakkafjöru. Eins hef ég hitt fólk sem er fylgjandi Bakkafjöru. En enginn af þeim sem ég hef hitt hefur byggt eina einustu höfn.

Hvar eru þeir sem byggt hafa hafnir á Íslandi? Það voru meira að segja virtir fræðingar sem hrópuðu úlfur, úlfur þegar talað var um Hvalfjarðargöng. Fagmenn sem töluðu um mesta verkfræðislys Íslandssögunnar. Þessir menn þurftu að taka aftur stóru orðin. Þeir sem berjast nú á móti Bakkafjöru hafa enga slíka sérfræðinga með sér í liði. Segir það ekki eitthvað?

Framfarir hafa alltaf verið umdeildar. Menn eru hræddir við það ókunna. Ég get ekki sagt hér og fullyrt að Bakkafjara verði brjálæðisleg bylting fyrir okkur. En ég get heldur ekki sagt að hún verði fáránlegt flopp...Ég treysti einfaldlega á þá sem hafa VIT á því að byggja hafnir.

Ég stend enn við það að við þurfum engar kosningar. Við kláruðum þær í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

Eyjamenn hafa síðasta áratuginn verið að spá í bættum samgöngum. Síðustu ár hafa farið í það að skipta Vestmannaeyingum í þrjár fylkingar. Jarðgangasinnar, Bakkafjörusinnar og Þorlákshafnarsinnar. Þegar jarðgöngin voru blásin af skiptust Eyjamenn í tvo hópa. Það er komið nógu langur tími í að bíða og ræða hlutina. Nú er tími framkvæmdanna.....í Bakkafjöru.

Stundum held ég að stór hluti Eyjamanna þjáist af valkvíða...

En það er kannski bara í hugarheimi mínum.

 http://svenko.blog.is/blog/svenko/

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.