Hugurinn leitar alltaf heim til eyja

19.Nóvember'07 | 15:25

Birgir Stefánsson Biggi

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Birgi Stefánssyni en Birgir er búsettur í Kína.

Hvað var til þess að þú ákvaðst að flytja til Kína?
Ég kom til Shanghai sem skiptinemi á lokaári frá Bifröst. Ég átti upphaflega að vera hérna í tæpa 3 mánuði en ég varð svo heillaður af umhverfinu og kraftinum hérna. Það má segja að Halli Rögnvalds hafi hjálpað til með þeirri ákvörðun þegar hann bauð mér í heimsókn til Suður Kína og varð ég heillaður af landi og þjóð.
 
Hvernig hefur þér líkað lífið í Kína og hvernig er að stunda viðskipti við þá?
Ég kann mjög vel við mig hérna og mín framtíðarplön eru í Kína. Kínverjar eru mjög gott fólk og kann ég vel við að gera viðskipti við þá. Þó svo að þeir horfi allt öðru vísi á hlutina en við, þar sem ég er í þeirra landi verður maður að aðlaga sig af umhverfinu og sætta sig við að ég get ekki breitt heilli þjóð. Um leið og sá skilningur er kominn þá er leiðin greið.
 
Hvernig hefur gengið að læra hið flókna tungumál sem kínverska er?
Mér hefur gengið vel að læra málið en ég væri til að fara í frekara kínversku nám, en tíminn hefur ekki verið til staðar þar sem ég vinn mikið.
 
Voru mikil viðbrigði að flytja úr 4000 manna samfélagi yfir í 20 milljóna borg eins og Shangai?
Það eru gífurleg viðbrigði en samt fann ég ekkert fyrir því að ég væri í svona stórri borg þetta var allt svo eðlilegt fyrir mér. En radíusinn í lífinu mínu í Shanghai er ekki nema 2 km, vinnan, heimilið, ræktin og þeir veitingastaðir sem ég borða á.
 
Nú rekur þú fyrirtæki í Kína, á hvaða sviði er þetta fyrirtæki og hver eru þín helstu viðskiptalönd?
Fyrirtækið er alhliða útflutningsfyrirtæki, innkaup, gæðaeftirlit, flutningur, vöruhýsing og samskipti við birgja. Eystrasaltsríkin, Ísland, Suður Afríka og Þýskaland.

Eru tækifæri framtíðarinnar í viðskiptum í Kína?
Tvímælalaust ég sé mikil tækifæri hér í Kína mest öll framleiðsla í heiminum er komin hingað og verður hérna næstu árin. Það er mikil velmegun í borgum landsins, millistéttin stækkar hratt og vilja þeir sama lúxusvarning og vesturlandabúar.
 
Á næsta ári verða haldnir ólympíuleikar í Kína, telurðu að miklar breytingar verði á samfélagi í framhaldinu?
Það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað til batnaðar á þeim 3 árum sem ég hef verið hér og það er mjög mikilvægt fyrir Kínverja að þeir sem koma á ólympíuleikana verði ánægðir með þá dvöl. Þannig að þeir hafi lagt til alla fram við að bæta almenningssamgöngur, hótel og þjónustu í alla staði.
 
Þegar þú horfir heim til eyja telurðu að það hjálpi þér í þeim verkefnum sem þú vinnur að í dag að hafa búið í eyjum?

Ég ferðast gríðarlega mikið við misgóðar aðstæður og það geta verið vökur á annan sólarhring. Í Eyjum lærði maður að vinna og vera jákvæður. Það hefur oft hjálpað mér að líta heim og sjá kraftinn í Eyjum. Á þessum erfiðu tímum sem niðurskurður á kvótanum er þá eru útgerðarmenn að fjárfesta í framtíðinni og menn ekki að gefast upp. Það er þessi baráttuandi sem ég tel mig hafa fengið frá Eyjum.
 
Sérðu fyrir þér að flytja aftur heim til eyja?
Ekki á næstu árum en hugurinn leitar alltaf heim.
 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is