Eva Sveinsdóttir Íslandsmeistari

18.Nóvember'07 | 13:04

Eva

Það var fjölmennt  Laugardalshöllinni í kvöld og stemninging stórkostleg.   Þar var keppt um titilinn Íslandsmeistari Icefitness 2007.  Það má segja að  Sævar Ingi Borgarsson og Eva Sveinsdóttir hafi átt kvöldið.  Þau stóðu uppi sem sigurvegarar með glæsibrag. 
Sævar sigraði upphífingar og dýfur, tók 59 upphífingar og 56 dýfur og samanlagt 116 stk. sem er nýtt íslandsmet.  Hann sigraði hraðaþraut einnig á nýju íslandsmeti eða 1.17 mín.  Hann varð annar í samanburði og endaði með 76 stig sem tryggðu honum titilinn.   Jóhann Pétur Hilmarsson sigraði samanburð. 
 
Eva Sveinsdóttir blómstraði á þessu móti.  Hún sigraði allar greinar.  Hún tók 60 armbeygjur, hékk í fitnessgreip í 2,47 mín.  Tók hraðaþrautina 1,14 mín og sigraði hana.  Hún jafnaði þar íslandsmet Freyju Sigurðardóttur.    Sigraði samanburðinn.  Hún endaði með 80 stig sem er öruggur sigur. 
 
Úrslit karlar :
 
 1.sæti  Sævar Ingi Borgarsson 76 stig
2. sæti  Jóhann Pétur Hilmarsson 62 stig
3.sæti Jakob Már  Jónharðsson  54 stig
4. sæti Gunnar Steinþórsson 50 stig
5 sæti  Halldór B. Daðson 46 stig
6.sæti Sturla Bergsson 42 stig
7.sæti Rafn Guðmundsson 20 stig
8.sæti Örlygur Viðarsson 10 stig
 
Úrslit konur :
 
1.sæti Eva Sveinsdóttir 80 stig
2.sæti Gyða Eiríksdóttir 62 stig
3.sæti Linda Björk Þórðardóttir 59 stig
4.sæti Emilía Jónsdóttir 52 stig
5.sæti Edda Dögg Ingibergsdóttir 33 stig
6.sæti Þuríður Björg Guðmundsdóttir 27 stig
7.sæti Sigrún Antonsdóttir 25 stig
8.sæti Margrét B. Ólafsdóttir 22 stig

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.