Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á samgönguráðherra.

16.Nóvember'07 | 15:33

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á samgönguráðherra að leysa nú þegar þann hnút sem upp er kominn varðandi sjúkraflugsmál Vestmannaeyja. Frá 1. nóvember sl. hefur ekki verið unnt að senda sjúklinga með sjúkraflugi milli kl. 19.00 á kvöldin og 7.30 á morgnana þar sem hér er ekki sólarhringsbakvakt og Flugstoðir telja sig bundna af samningi við samgönguráðuneytið um að Vestmannaeyjaflugvöllur sé lokaður á þessum tíma.

Greinargerð bæjarstjórnar er eftirfarandi:

Vestmannaeyjaflugvöllur er fjórði fjölfarnasti flugvöllur landsins í innanlandsflugi  bæði hvað varðar farþegafjölda og flugtök og lendingar. Árið 2006 fóru 47.523 farþegar um völlinn og flugtök og lendingar voru 13.714 talsins, þau síðastnefndu meira en tvöfalt fleiri en voru á Egilsstöðum sama ár. Undanfarin ár hafa sjúkraflug verið á bilinu 50-100 á ári. Sólarhringsvakt  er á flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Vegna landfræðilegrar sérstöðu er staða sjúkraflugs sérstök að mörgu leyti hér í Vestmannaeyjum og út frá öryggissjónarmiðum er það óforsvaranlegt að mati bæjarstjórnar að einungis sé hægt að senda sjúklinga með sjúkraflugi að degi til.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is