Jólasmiðja og ljósmyndanámskeið framundan hjá Visku

13.Nóvember'07 | 14:42

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Þó svo að það styttist í jólin þá er nóg að gera hjá Visku fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Nýverið gerði Viska samning við samstarfssamning við Háskólann á Bifröst. Framundan eru námskeið í innpökkun á jólagjöfum, námskeið um vín og ljósmyndun.

Borð og pakkaskreytingar
Laugardaginn 17. nóvember kl.13:00-15:00 verður haldið námskeið í borð- og pakkaskreytingum.  Berglind Erlingsdóttir, Vestmannaeyingur og starfsmaður í Blómavali á Selfossi mun kenna þátttakendum að pakka inn skrautlegum og skemmtilegum pökkum ásamt því að leggja huggulega á borð. 
Þetta námskeið er liður í jólasmiðjunámskeiðunum sem auglýst hafa verið undir því nafni.  Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa gaman af að skreyta svolítið í kringum sig fyrir jól, verslunarfólki og starfsfólki á veitingastöðum og fleirum.  Hvetjum við alla til að drífa sig á námskeið um helgina og fá hugmyndir fyrir jólaundirbúninginn.

Verð á þessu námskeiði er 4300 kr.

Stafræn ljósmyndun
Laugardaginn 17. nóvember kl. 13:00-17:00 og sunnudaginn 18. nóvember kl. 11:00-15:00
Pálmi Guðmundsson frá ljosmyndari.is mun kenna á þessu námskeiði.  Ljósmyndanámskeið þetta er fyrir þá fjölmörgu sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmynduninni og einnig þá sem vilja öðlast meiri þekkingu. Á þessu 8 klst. námskeiði er farið í helstu stillingaratriðin á stafrænni myndavél, tölvumálin eru tekin fyrir og svo ýmiskonar myndatökur útskýrðar.

Verð á námskeiðið er 13.900 kr.

Kortagerð
Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 19:30-22:30 verður haldið námskeið í kortagerð.  Björg Valgeirsdóttir kennir á námskeiðinu að gera flott kort sem munu gleðja hvern þann sem verður svo heppinn að fá frá okkur jólakort.

Verð á námskeiðinu er 3500 kr.

Vín með villibráð
Föstudaginn 23. nóvember kl. 19:30-21:30 verður haldið vínsmökkunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á hvernig vín er best að drekka með villibráð. Haustið er tíminn þar sem landið hefur verið gjöfult og titringur er í mönnum til að gripa byssu og fylla búrið. Svo skal haldin veisla - ef vanda á valið á vínunum, þarf að athuga nokkur atriði. Þetta gerum við með aðstoð góðra veiðimanna. Vínsmökkun og skammtar af villibráð innifaldir á námskeiðinu.

Námskeiðið kostar 4000,-

Freyðivín og kampavín
Laugardaginn 24. nóvember kl. 14:00-16:00 verður haldið námskeið þar sem þemað er eftirfarandi: Kampavin er freyðivín en freyðvín er ekki allt kampavín ! Það eru nokkrar aðferðir notaðar í framleiðslu freyðivíns, þrúgurnar eru mismunandi, svæðin eru mismunandi: Cava frá Spaní er ekki sama og Spekt frá Þýskalandi eða Prosecco frá Ítalíu. Champagne er ekki sama hvort notaðar eru chardonnay eða pinot noir þrúgur. Er það flókið? Ekki svo, sönnum til.

Námskeiðið kostar 4500,-

Frekari upplýsingar fást hjá Visku http://viska.eyjar.net/
Skráning í síma 481-1950/481-1111
eða í netfang viska@eyjar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%