Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

12.Nóvember'07 | 08:44

Golf

Þann 8.nóvember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja en á komandi ári verður golfklúbburinn 70.ára og ætlar golfklúbburinn að fagna þeim áfanga með margvíslegum hætti.

Helgi Bragason var endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn eru Haraldur Óskarsson, Hörður Óskarsson, Ragnar Baldvinsson og Böðvar Bergþórsson. Varamenn í stjórn eru Sigurjón Pálsson og Jón Pétursson.

Á aðalfundinum var tilkynnt að Gunnar Geir Gústafsson hefði verið valinn golfari ársins 2007 og Hallgrímur Júlíusson verið valin efnilegasti golfari ársins.

Fjöldi golfmóta voru samtals 33 og heildarfjöldi þáttakenda 1.486 kylfingar. Stærstu golfmót sumarsins voru eitt mót í Kaupþingsbankamótaröðinni en það fór fram í eyjum 6-7. september. Sveitakeppni GSÍ í fyrstudeild var einnig haldinn í eyjum helgina 10-12. ágúst og voru 8 sveitir sem mættu með 64.keppendur.

Íslandsmótið í golfi 2008 haldið í eyjum
Ákveðið hefur verið að halda Íslandsmótið í golfi 2008 í Vestmannaeyjum á 70.ára afmæli golfklúbbsins. Síðast var Íslandsmótið haldið í eyjum árið 2003. Það er mikil viðurkenning fyrir GV að fá að halda þetta stóra mót.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.