Millilandaflugvöllur við Vestmannaeyjar

11.Nóvember'07 | 07:20

Ég er þess fullviss að í framtíðinni verður millilandaflugvöllur á Suðurlandi og þá ef til vill á Bakka, rétt við höfnina okkar sem þar mun rísa innan skamms.  Þegar af því verður mun þetta (myndin hér til hliðar) verða útsýnið út um flugstjórnarklefan þegar vélar lenda til suðurs.

Um seinustu helgi átti ég sæti í samgöngunefnd SASS.  Ýmislegt var þar skeggrætt og eitt af því var millilandaflugvöllur á suðuarlandi og fór svo að eftirfarandi var samþykkt:

"Samgöngunefnd hvetur til þess að hafin verði undirbúningur að gerð alþjóðarflugvellar á Suðurlandi.  Slíkur flugvöllur mun þjóna hlutverki varaflugvallar fyrir alþjóðlegaflugvöllinn á Reykjanesi um leið og þar væri rekin lággjaldarflugvöllur að erlendri fyrirmynd.  Aðstæður á suðurlandi er kjörnar í ljósi nálægðar við öflugustu ferðaþjónustusvæði á landinu."

Gaman er að velta því fyrir sér hvaða áhrif slíkur völlur myndi hafa fyrir austursvæðið og Vestmannaeyjar ef slíkur völlur yrði staðsettur á Bakkaflugvelli.  Aðstæður þar eru einstaklega góðar, ekkert fjalllendi, og sléttlendi slíkt að lagning brauta er ódýr og ótakmörkuð.  Samgöngur milli lands og Eyja koma í framtíðinni til með að verða milli Vestmannaeyja og hafnar í Landeyjum (Land-Eyjahöfn).  Þetta myndi merkja að öflugasta útflutningshöfn á landinu (hér í Eyjum) væri í seilingarfjarlægð frá millilandaflugvelli, það eitt og sér skapar gríðarleg tækifæri. 

Þá myndi þetta einnig merkja gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu bæði hér í Eyjum og á Suðurlandi.  Þetta er mál sem ánægjulegt verður að fylgja eftir, hér heima sem og innan SASS.  Meira um þetta síðar.

http://ellidiv.blog.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.