Tvær þjóðir í landinu

10.Nóvember'07 | 13:37

VG

Á fimmtudagskvöldið síðasta var haldinn fundir hjá Vinstri grænum í Vestmannaeyjum, gestur fundarins var Atli Gíslason þingmaður Suðurkjördæmis. Fundurinn var vel sóttur og voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

 

Opinn fundur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Vestmannaeyjum haldinn 8. nóv. 2007 ályktar eftirfarandi:

Á undanförnum árum hefur hvers konar misrétti í íslensku samfélagi aukist. Launamunur eykst,  jafnrétti á ýmsum sviðum er orðin tóm, félagslegt öryggi hefur minnkað og þannig mætti áfram telja. Á sama tíma á landbyggðin mjög undir högg að sækja og staða hennar versnar stöðugt. Því er svo komið að sannarlega búa tvær þjóðir í landinu, þeir sem búa við alsnægtir og þeir sem búa við þröngan kost, öryggisleysi og mismunun. Íbúar landsbyggðarinnar sitja ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins um menntun, samgöngur, fjarskipti, heilsugæslu, löggæslu og þannig mætti lengi telja. Þessu mótmælir fundurinn og krefst þess að horfið verði frá þeirri stefnu sem skapað hefur og viðhaldið slíku þjóðfélagi.

Í ljósi þess sem hér að ofan greinir krefst fundurinn þess m.a. af ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins að:
1. Hver einstaklingur eigi rétt á ókeypis og alhliða heilbrigðisþjónustu.
2. Grunnþjónusta samfélagsins  svo sem grunnmenntun á  öllum skólastigum, verði ávallt í höndum opinberra aðila og ókeypis.
3. Byggðastefna hafi það meginmarkmið að jafna stöðu fólks um allt land.
4. Fátækt á Íslandi verði útrýmt. Íslendingar eru ein ríkasta þjóð í heimi og fátæktin er smánarblettur.
5. Ráðist verði gegn kynbundnu ofbeldi með öllum tiltækum ráðum.
6. Jafnrétti til launa verði tryggt.
7. Launaleynd verði afnumin þar sem hún eykur á misrétti fólks og kemur harðast niður á láglaunastörfum, einkum meðal kvenna.
8. Kostnaðarskipting ríkis- og sveitarfélaga verð nú þegar leiðrétt og tekjustofnar sveitarfélaganna efldir í samræmi við verkefnin sem þau hafa á sinni könnu þannig að þau geti uppfyllt lögmætar skyldur sínar  við íbúa sína.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.