Sýknuð af pungsparki á Prófastinum

10.Nóvember'07 | 11:22
Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi," eftir atlöguna.

Málsatvik voru með þeim hætti að maðurinn sem varð fyrir sparkinu hafði ætlað sér að stöðva ósætti á milli konunnar og unnustu sinnar inni á Prófastinum. Hin ákærða sagði rétt að maðurinn hafi ætlað sér að stöðva ósætti á milli sín og vinkonu sinnar sem er unnusta mannsins. Hann hafi því tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að vegg. Við þessar aðfarir sagðist konan hafa fengið köfnunartilfinningu og að hún hafi „spriklað" með þeim afleiðingum að hún hefði óvart sparkað í klof árásarþola.

Maðurinn hafi þá losað um takið og í kjölfarið var þeim hent út af staðnum. Maðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að hafa tekið um kverkar konunnar. Hann sagðist hafa hitt hana síðar um helgina og krafist þess að hún bæði sig afsökunar. Hún neitaði því og í kjölfarið ákvað hann að kæra atvikið til lögreglu.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að pungspyrnan hafi verið framin af yfirlögðu ráði. „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ósannað að fyrir ákærðu hafi vakað að sparka í klof kæranda, heldur hafi verið um að ræða ósjálfráð viðbrögð af hennar hálfu við hálstaki kæranda," segir í niðurstöðu dómsins.

Þá átelur dómari að ákæra hafi ekki verið gefin út í málinu fyrr en rúmu ári eftir að rannsókn lögreglu lauk auk þess sem sá dráttur hafi ekki verið skýrður á viðhlítandi hátt.

Maðurinn hafði krafist 350 þúsund króna í skaðabætur en dómari vísaði þeirri kröfu frá og auk þess sem ákærða er sýkn sakar.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.