Nótt safnanna sett í gærkvöldi

10.Nóvember'07 | 07:40

Jarl Sigurgeirsson

Í gærkvöldi var Nótt safnanna sett í Stafkirkjunni, Jarl Sigurgeirsson söng sálma við undirleik Guðmundar Guðjónssonar og Kristín Jóhannsdóttir setti svo hátíðina sem stendur yfir alla helgina.
Í gærkvöldi voru svo tónleikar með Mugison í Höllinni.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Laugardagur 10. nóvember
14.00 Safnahús
Sýningar á vegum bókasafnsins: Konan í Norðri og Saga íslenskra biblíuþýðinga.
Sýning á vegum skjalasafnsins: Dagbókarbrot og bréf Agnesar Aagaard sýslumannsfrúar 1874-1891.

Rithöfundastund. Eftirtaldir lesa úr verkum sínum:
Hrund Þórsdóttir les úr bók sinni Loforðið. Bókin hlaut Barnabókaverðlaunin 2007.
Þórunn Valdimarsdóttir les úr nýjustu bók sinni. Um er að ræða sakamálasöguna Kalt er annars blóð, þar sem hún færir sjálfa Njálu í nútímabúning.
Þórður Ingi Guðjónsson ritstjóri Sverris sögu les og kynnir hina vönduðu útgáfu.

14.00 Bæjarleikhúsið.
Leikfélag Vestmannaeyja flytur barnaleikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason.

16.00 Betel.
Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja.

20.00 Fiska- og náttúrurgripasafnið.
Erpur Snær Hansen fjallar um rannsóknir á sjófuglum.

21.00 Herjólfsbær.
Yrsa Sigurðardóttir les úr nýjustu bók sinni. Um er að ræða glæpasögu sem heitir Aska og fjallar um lík sem finnast við uppgröft húsa sem grófust undir í gosinu í Vestmannaeyjum.

22.00 Kaffi Kró
Eyjatónlistarkvöld

Café Drífandi "Open Mic", opnar kl. 24.00
Cornero - sértilboð "Kokteilkvöld, opið til kl. 03

Sunnudagur 11. nóvember
Safnahús
14.00 Róbert Haraldsson dósent í heimspeki við HÍ fjallar um Henrik Ibsen og konuna í norðri   

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.