Hluthafar vilja afskráninguna

10.Nóvember'07 | 08:52

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluhafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afkráningu.

„Umboð stjórnarinnar er nú ljóst," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og forsvarsmaður Eyjamanna ehf., sem á rétt rúm 50 prósent í Vinnslustöðinni. Hluthafafundur samþykkti á miðvikudag að farið yrði fram á afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands.
Boðað var til fundarins að beiðni Kauphallar Íslands vegna mótmæla næststærsta hluthafans við afskráningu félagsins. Í september hafði stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar samþykkt afskráningu. Lögmaður fór með ríflega 32 prósenta atkvæði Stillu, sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar.

Sáralítil viðskipti hafa verið með bréf Vinnslustöðvarinnar í Kauphöllinni. Síðast gengu bréf félagsins kaupum og sölum 22. ágúst. Óvirk verðmyndun og tilkostnaður við að halda úti skráningu eru meðal raka sem stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur fært með afskráningu. „Næst er að skrifa Kauphöllinni aftur og óska eftir afskráningu," segir Sigurgeir Brynjar og gerir ráð fyrir þeim bréfaskriftum í næstu viku að afloknum stjórnarfundi. „Svo veit maður ekki hvað þeir gera," segir hann, en Kauphöllinni er heimilt er að fresta afskráningunni í eitt ár.

„Ég ræði ekki einstakar fjárfestingar sjóðsins við utanaðkomandi," sagði Torfi Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og sleit samtali. Sjóðurinn, sem á 5,34 prósent í Vinnslustöðinni, sat hjá við atkvæðagreiðslu miðvikudagsins.

Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins má hann ekki eiga í óskráðum félögum nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í sumar ákvað sjóðurinn að selja ekki hlut sinn. Eyjamenn buðu 4,6 krónur á hlut og Stilla 8,5 krónur. Miðað við boð Stillu var hlutur lífeyrissjóðsins 707 milljóna króna virði. Guðrún Erlingsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrisjóðs Vestmannaeyja, segir tímann munu leiða í ljós hvort ákvörðunin um að selja ekki hafi verið rétt eða röng. Hún segir sjóðinn halda sínum hlut og að eignir hans í óskráðum bréfum fari ekki yfir sett mörk þótt Vinnslustöðin verði afskráð. „Við höfum trú á því að Vinnslustöðin haldi áfram að vaxa og þessi bréf verði alveg seljanleg. Þá kom fram á fundinum að Vinnslustöðin færi ekki illa með þá sem staðið hafa við bakið á fyrirtækinu og kynnu að vilja selja síðar. Þá yrði fengið óháð fyrirtæki til að meta verðmæti og sanngjarnt söluverð fundið," segir Guðrún.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.