Fram vann ÍBV

10.Nóvember'07 | 19:40

Fram vann í dag góðan sigur á ÍBV í N1 deild karla, 38-26 á heimavelli.

 

Mikið jafnræði einkenndi leikinn í fyrri hálfleik og leiddi ÍBV til að mynda 12-14 er skammt var til leiksloka en Fram náði að breyta stöðunni sér í hag fyrir leikhlé í 17-15.

Það voru sofandi Eyjamenn sem komu til leiks í seinni hálfleik og virkuðu Framarar miklu grimmari á fyrstu mínútum seinni hálfleiks.  Fram náði fljótlega góðri forystu strax í upphafi seinni hálfleiks eða 23-15. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi og urðu lokatölur leiksins 38-26.

Magnús Jónsson, aðstoðarþjálfari Fram, var gríðarlega ánægður með sigur sinna drengja í kvöld.  Leikur liðsins hefði komið upp öflugur í seinni hálfleik eftir nokkuð dapran fyrri hálfleik.  Magnús Erlendsson markvörður átti frábæra innkomu í seinni hálfleik og liðið fylgdi eftir frábærri innkomu hans.

Það má sjá á VefTV viðtöl við þá Jóhann Gunnar Einarsson, Sindra Haraldsson og Ferenc Antal Buday.

Markaskorarar Fram voru:

Jóhann Gunnar Einarsson 12, Filip Kliszcyk 6, Hjörtur Hinriksson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Jón Björgvin Pétursson 3, Daníel Berg Grétarsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Zoltán Bragi Belányi 2, Rúnar Kárason 2 og Guðjón Finnur Drengsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Gunnar Erlendsson vörðu ágætlega í markinu.

Markaskorarar ÍBV voru:

Sigurður Bragason 5, Leifur Jóhannesson 5, Zilvinas Grieze 5, Nikolaj Kulikov 4, Sindri Haraldsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 1, Óttar Steingrímsson 1 og Brynjar K. Óskarsson 1.

Friðrik Sigmarsson og Kolbeinn Arnarsson vörðu ágætlega í marki ÍBV.

Dómarar leiksins voru þeir Magnús Björnsson og Ómar Sverrisson.

Áhorfendur voru í kringum 100.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%