Börn sjóveik eftir fimleikamót

6.Nóvember'07 | 07:16

Herjólfur

Sjóveiki setti endapunktinn á Íslandsmótið í fimleikum sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. Mikill öldugangur og veltingur var um borð í Herjólfi á leið í land með rúmlega þrjú hundruð börn á aldrinum tíu til tólf ára á sunnudagskvöld.
Svo mikill var veltingurinn að farþegar þurftu að hvílast og safna orku í nokkra stund eftir að skipið lagði að bryggju, áður en þeir fóru frá borði. Ferðinni aftur til Eyja seinkaði töluvert, meðal annars vegna þess að lengri tíma tók að þrífa farþegarými skipsins en venjulega.
Guðlaugur Ólafsson, stýrimaður á vakt á sunnudaginn, segist hafa orðið var við töluverða sjóveiki meðal farþega í ferðinni. „Þetta er svona þegar þú ert með stóra hópa af krökkum, þá er sjóveikin fljót að smitast á milli þeirra," segir hann. „Það er líka búin að vera leiðinleg tíð, mikill öldugangur og veltingur. Annars var þetta tiltölulega eðlileg haustferð, en kannski ekki sú skemmtilegasta."
Keppt var í fyrsta og öðru þrepi á Íslandsmótinu um helgina. Það er í raun undankeppni fyrir meistaramót í almennum fimleikum sem fer fram næsta sunnudag.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.