Bærinn og VSV í samstarf vegna útboðs á rekstri ferju

6.Nóvember'07 | 11:28

VSV vinnslustöðin

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hf. hafa komist að samkomulagi um þátttöku í forvali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar (við Bakkafjöru).

Aðilar eru sammála um að sú breyting sem felst í tíðum og öruggum 30 mínútna ferðum milli Vestmannaeyja og hafnar í Landeyjum beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, bæði íbúa og atvinnulíf. 

Þá er það einnig sannfæring beggja aðila að viðskiptaleg tækifæri kunni að felast í eignarhaldi og  rekstri ferjunnar og því sé mikilvægt fyrir heimamenn að kanna af fullri alvöru forsendur reksturs og eignarhalds á ferjunni með þátttöku í forvali fyrir útboð.

Þekking og reynsla þessara samstarfsaðila á skiparekstri, þjónustu og umsýslu er mikil.  Innrigerð og uppbygging Vestmannaeyjabæjar er sérhæfð til að veita almenningsþjónustu.  Þá var Vestmannaeyjabær einn aðal eigandi og rekstraraðili hlutafélagsins Herjólfs hf. frá árinu 1976 til 2001 sem sinnti siglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.  Vinnslustöðin hf. er stærsta fyrirtækið í Vestmannaeyjum og eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Vinnslustöðin er umsvifamikil í útgerð og landvinnslu og starfrækir bæði fiskvinnsluhús og fiskimjölsframleiðslu í Eyjum. Fyrirtækið gerir út 8 skip og báta.  Þekking starfsmanna á sviði skipareksturs er því yfirgripsmikil.  Þá er þekking Vinnslustöðvarinnar á íslensku sem erlendu viðskiptalífi mikil.  Innrigerð Vinnslustöðvarinnar er ekki hvað síst sérhæfð til skipareksturs og hefur fyrirtækið á sínum snærum skipaverkfræðinga, vélfræðinga, skipstjórnendur og allt annað er snýr að þjónustu við skipaflota fyrirtækisins og rekstur hans. 

Til frekari fróðleiks:

Þáttaka í forvalinu fela ekki í sér aðrar skuldbindingar er þær að eiga möguleika á þáttöku í útboðinu sjálfu.
Enn sem komið er hefur ekki verið unnið tilboð í rekstur og smíði Herjólfs, einungis er um forval að ræða fyrir útboðið.
Tilboð í rekstur og smíði ferjunnar verður unnið ef Vestmannaeyjabær og VSV verða valdir til þáttöku í útboðinu sjálfu .
3 - 5 aðilar verða valdir til að senda inn tilboð í rekstur og smíði Herjólfs.
VSV og Vestmannaeyjabær ætla sér ekki að reka Herjólf, heldur verður stofnað sérstakt félag um reksturinn.
Það félag mun síðar bjóða í rekstur og smíði Herjólfs
Ekkert hefur verið ákveðið um eignarhald á hinu nýja félagi, en vafalaust verður fleiri aðilum boðið til samstarfs og þá sérstaklega horft til aðila innanbæjar.
Eftir 3 - 5 mánuði verður ákveðið hvaða tilboði verður tekið og þá hefst raunveruleikinn og hvort VSV og Vestmannaeyjbær verða aðilar að þeim raunveruleika verður bara að koma í ljós á síðari stigum.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).