Bærinn og VSV í samstarf vegna útboðs á rekstri ferju

6.Nóvember'07 | 11:28

VSV vinnslustöðin

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hf. hafa komist að samkomulagi um þátttöku í forvali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar (við Bakkafjöru).

Aðilar eru sammála um að sú breyting sem felst í tíðum og öruggum 30 mínútna ferðum milli Vestmannaeyja og hafnar í Landeyjum beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, bæði íbúa og atvinnulíf. 

Þá er það einnig sannfæring beggja aðila að viðskiptaleg tækifæri kunni að felast í eignarhaldi og  rekstri ferjunnar og því sé mikilvægt fyrir heimamenn að kanna af fullri alvöru forsendur reksturs og eignarhalds á ferjunni með þátttöku í forvali fyrir útboð.

Þekking og reynsla þessara samstarfsaðila á skiparekstri, þjónustu og umsýslu er mikil.  Innrigerð og uppbygging Vestmannaeyjabæjar er sérhæfð til að veita almenningsþjónustu.  Þá var Vestmannaeyjabær einn aðal eigandi og rekstraraðili hlutafélagsins Herjólfs hf. frá árinu 1976 til 2001 sem sinnti siglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.  Vinnslustöðin hf. er stærsta fyrirtækið í Vestmannaeyjum og eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Vinnslustöðin er umsvifamikil í útgerð og landvinnslu og starfrækir bæði fiskvinnsluhús og fiskimjölsframleiðslu í Eyjum. Fyrirtækið gerir út 8 skip og báta.  Þekking starfsmanna á sviði skipareksturs er því yfirgripsmikil.  Þá er þekking Vinnslustöðvarinnar á íslensku sem erlendu viðskiptalífi mikil.  Innrigerð Vinnslustöðvarinnar er ekki hvað síst sérhæfð til skipareksturs og hefur fyrirtækið á sínum snærum skipaverkfræðinga, vélfræðinga, skipstjórnendur og allt annað er snýr að þjónustu við skipaflota fyrirtækisins og rekstur hans. 

Til frekari fróðleiks:

Þáttaka í forvalinu fela ekki í sér aðrar skuldbindingar er þær að eiga möguleika á þáttöku í útboðinu sjálfu.
Enn sem komið er hefur ekki verið unnið tilboð í rekstur og smíði Herjólfs, einungis er um forval að ræða fyrir útboðið.
Tilboð í rekstur og smíði ferjunnar verður unnið ef Vestmannaeyjabær og VSV verða valdir til þáttöku í útboðinu sjálfu .
3 - 5 aðilar verða valdir til að senda inn tilboð í rekstur og smíði Herjólfs.
VSV og Vestmannaeyjabær ætla sér ekki að reka Herjólf, heldur verður stofnað sérstakt félag um reksturinn.
Það félag mun síðar bjóða í rekstur og smíði Herjólfs
Ekkert hefur verið ákveðið um eignarhald á hinu nýja félagi, en vafalaust verður fleiri aðilum boðið til samstarfs og þá sérstaklega horft til aðila innanbæjar.
Eftir 3 - 5 mánuði verður ákveðið hvaða tilboði verður tekið og þá hefst raunveruleikinn og hvort VSV og Vestmannaeyjbær verða aðilar að þeim raunveruleika verður bara að koma í ljós á síðari stigum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.