Atli Gíslason þingmaður á fundi á Kaffi María á fimmtudagskvöld

6.Nóvember'07 | 18:06

Vinstri grænir Atli Gíslason Jórunn Einarsdóttir Aldís Gunnarsdóttir

Fimmtudaginn 8.nóv. nk. kl. 20 heldur Vinstrihreyfingin- grænt framboð opinn fund á Kaffi María uppi. Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi mætir á fundinn og ræðir við fundargesti um landsmálin og áherslur Vinstri grænna á Alþingi.

Flokkurinn lagði í byrjun þings í haust fram fjölda mála sem snerta nánast alla þætti þjóðlífsins og  verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim reiðir af í meðferð þingsins. Þessi mál verða til umræðu.
Atli mun á fundinum einnig ræða og hlusta eftir þeim málum sem helst brenna á okkur Vestmannaeyingum og geta skipt okkur miklu máli í nútíð og framtíð.
Þá er ætlunin að á fundinum verði rædd staða Vinstri grænna í Vestmannaeyjum og hvaða hugmyndir eru uppi um framboðsmál vegna næstu bæjarstjórnarkosninga.
Fundurinn er öllum opinn og eru Vestmannaeyingar hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á gang mála.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is