Ísfélag Vestmannaeyja undirritar samning vegna nýsmíði á uppsjávarskipi

2.Nóvember'07 | 08:02

Ísfélag Vestmannaeyja

Í gær var undirritaður samningur milli Ísfélags Vestmannaeyja HF og ASMAR skipasmíðastöðvar í Chile um smíði á nýju fullkomnu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent árið 2010 en skipið er hannað af Rolls Royce í Noregi.

Skipið verður 71.1 metri að lengd og 14.40 metrar að breidd og burðargeta verður 2.000 tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri RSW kælingu. Skipið verður útbúið til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin af gerðinni Bergen Dísel.

Það er mikill metnaður ríkjandi í Ísfélaginu og er þetta stórt skref fyrir félagið sem vinnur að endurnýjun á skipaflotunum og er það stefnan að gera út færri en stærri uppsjávarskip.

Milligöngu um gerð smíðasamnings og smíðalýsingar hafði umboðsmaður Asmar á Íslandi, BP skip hf – Björgvin Ólafsson og Héðinn hf, umboðsaðili fyrir Rolls Royes á Íslandi.

Myndir af undirritun samnings má sjá hér

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.