Þrettán íkveikjur óupplýstar í Vestmannaeyjum

1.Nóvember'07 | 12:16
Íbúar í Vestmannaeyjum hugsa til þess með hryllingi ef að íkveikjufaraldurinn sem kom upp í Vestmanneyjum um jólin í fyrra, endurtaki sig í ár. Í DV í dag kemur fram að alls séu þrettán íkveikjumál óupplýst sem komið hafa upp í Vestmannaeyjum á síðustu sjö árum, en upphaf íkveikjuhrinunnar megi rekja til elds í fiskvinnsluhúsi Ísfélagsins.
 Í desember á síðasta ári hafi þó fjögur slík tilfelli komið upp í Vestmannaeyjabæ, en enginn hafi enn verið handtekinn vegna þeirra.

Á miðvikudaginn í síðustu viku kom eldur upp í íbúð Aðalheiðar Sveinsdóttur Waage. Hún býr á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýli. Kona, sem var íbúi á annarri hæð, hefur verið handtekin vegna málsins, grunuð um að hafa kveikt í húsinu. Í DV í dag er rætt við Aðalheiði vegna málsins, þar sem hún segir frá því hversu vel hún slapp frá atvikinu. T tímasetningin hafi varla mátt vera betri, en eldurinn kom upp klukkan fjögur að degi til. „Ég þakka guði fyrir að allir komust heilir út úr þessu sem var fyrir mestu," segir Aðalheiður.

Í helgarblaði DV, sem kemur út á morgun, verður ítarlega farið yfir þær íkveikjur sem hafa komið upp í Vestmannaeyjum á síðustu sjö árum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.