Könnun lokið!

1.Nóvember'07 | 10:10

HannaBirna

Næsta minnisblað bæjarstjórnar verður vonandi um stærra og hraðskreiðara skip.
Hef lokað  könnun um Bakkafjöru. Yfir 70% höfnuðu Bakkafjöru sem kemur mér á óvart, en trúlega er það líka vegna þess að svo mörgum spurningum er en ósvarað og sem ekki  er hægt að svara fyrr en fjaran er komin í gagnið.

Eins og bæjarstjórinn svaraði spurningu minni um: Hver er samningsstaða bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag.? Svar" Það er sennilega ekki rétt að tala um samningstöðu í þessu máli því hún er í raun engin."  Svo er nú það.  Nú er spurningin hvað við Eyjamenn viljum gera næstu fjögur - fimm árin?  á meðan beðið er eftir fjörunni.

Allir flokkar vildu stærra og hraðskreiðara skip nú þegar fyrir kosningar 2006- og 2007, en ekkert bólar á stærra skipi ennþá. Það er því spurning hvort flöskuhálsinn umræddi þrengist bara, eða fer bæjarstjórn nú í  það á fullum krafti að láta í sér heyra og minna núverandi stjórnarflokka á gömul loforð.

Fréttir vikubl.fimmtud. 28.júní. 2007. Aukaferðir sem ríkisstjórn hafði samþykkt eru í hnút. Bæjarstjóri vill tafarlaust fá nýja ferju. "Það sem til þarf er að tafarlaust verði fengin nýrri og öflugri ferja sem leyst geti þessa af þar til við sjáum framtíðarsamgöngur komast á " 

Það er nú það sem Frjálslyndir hafa alla tíð talað fyrir. En samgöngumál okkar eiga ekki að snúast um flokkadrætti, en því miður hafa sumir viljað draga fólk í flokka vegna umræðu um Bakkafjöru og er það miður að mínu mati. Allir Eyjamenn eiga að fá að tjá sig um svo stórt hagsmunamál Eyjanna, án þess að verða stimplaðir" dómsdagsspámenn, svartsýnisfólk, frjálslynt fólk sem berst hatramlega gegn Bakkafjöru. Eins og áður segir er mörgum spurningum ósvarað vegna Bakkfjöru og ég tel enn að öll umræða sé að hinu góða, sama hvaða flokk fólk styður.  Svo einfalt er það.

Hanna Birna bloggar á http://hbj.blog.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.