FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍSFÉLAGI VESTMANNAEYJA HF

1.Nóvember'07 | 17:16

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Í dag var undirritaður smíðasamningur milli Ísfélags Vestmannaeyja hf. og skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Talcahuano í Chile. Samningurinn kveður á um að ASMAR annist smíði á nýju og fullkomu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið sem verður afhent um mitt ár 2010. Skipið er hannað og teiknað af Rolls Royce í Noregi.  Ísfélag Vestmannaeyja hf. mun jafnframt eiga smíðarétt á öðru samskonar skipi hjá ASMAR.

Skipið verður 71,1 metri að lengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta þess verður rúmlega 2,000 tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri RSW kælingu. Skipið verður útbúið til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin af gerðinni Bergen Díesel,  4.500 kw eða 6.120 hestöfl.
Með smíði þessa skips stígur Ísfélag Vestmanneyja hf. stórt og metnaðarfullt skref í endurnýjun á uppsjávarflota félagsins og dótturfélags þess Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf.  Með endurnýjun á skipaflotanum er verið að fylgja eftir þeirri stefnu félagsins að gera út færri en öflugri uppsjávarskip sem eru vel útbúin til að koma með gott hráefni til frystingar og/eða í bræðslur félaganna.  Nýlega voru uppsjárvarskipin Álsey II VE og Antares VE seld og í stað þeirra var keypt Álsey VE 2, sem er öflugt og burðarmikið skip. Ísfélagið gerir einnig út uppsjávarskipin Guðmund VE, Sigurð VE og Bjarnarey VE. Auk þess eru uppsjávarskipin Júpiter ÞH og Þorsteinn ÞH gerð út af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.

Nýsmíði Ísfélag Vestmannaeyja hf, er sjötta skipið sem Asmar smíðar fyrir íslenska aðila. Uppsjávarskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá Asmar og hafa öll reynst vel. Auk þessara skipa var hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE smíðaður í stöð Asmar og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna. Ísfélag Vestmannaeyja hf væntir mikils af samstarfi sínu við Asmar enda reynsla Íslendinga af skipum stöðvarinnar góð.

Milligöngu um gerð smíðasamnings og smíðalýsingar hafði umboðsmaður Asmar á Íslandi, BP skip hf - Björgvin Ólafsson og Héðinn hf, umboðsaðili  fyrir Rolls Royes á Íslandi.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.