Blái hnötturinn

1.Nóvember'07 | 12:11

Blái hnötturinn

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir sitt 154 leikverk nk. laugardag 3. nóvember kl. 16:00, en það er barnaleikritið Blái hnötturinn sem er eftir Andra Snæ Magnason. Guðjón Þorsteinn Pálmason "Denni" leikstýrir verkinu, en æfingar hafa staðið yfir sl. mánuð og hafa þær gengið vel.

Leikarar eru 19 sem leika í verkinu og eru þeir ungir af árum, en þeir eru frá tíu ára aldri og upp í átján ára.
Í leikritinu sem gerist á Blá hnettinum eru eingöngu börn sem búa þar, en þau lenda auðvitað í ýmsum ævintýrum, leikmynd er einföld en skilar sínu vel í verkinu.
Sýnt verður allar helgar í nóvember á laugardögum og sunnudögum.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.