Vestmannaeyjar: Rúgbrauð og rjómi í rigningunni

31.Október'07 | 04:00

Bjarni Harðarson

- En ég á rjóma,- sagði heiðurskonan Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem er allt í senn blaðakona, framsóknarkona og Tungnakona þannig að betri getur blandan ekki orðið.

Samtalið átti sér stað inni á ritstjórn Frétta þar sem 8. þingmaður Suðurkjördæmis stóð blautur, hrakinn og hamingjusamur eftir volk í alltof stuttum og hægfara Herjólfi. Erindið er stjórnmálafundur í Eyjum í kvöld og upphaflega ætlaði ég að fljúga frá Bakka en varð að snarhætta við það vegna veðurs og snarast í hasti af miðjum fjárlaganefndarfundi í morgun til að ná ferjunni frá Þorlákshöfn á hádegi.

Svart kaffi gerir vissulega sitt gagn en samt skárra að fá í það mjólk en slíkan munað var ekki að finna á ritstjórn vina minna á Fréttum. Svo lifnaði yfir Guðbjörgu þegar hún mundi eftir rjómalögginni sem er auðvitað margfalt betri kostur og bætti samt um betur:

- Svo á ég rúgbrauð,- restin af nestinu mínu. Þá er þetta orðið alveg eins og í gamla daga. Þú hlýtur að vera svangur eftir siglinguna.

Sem ég var þó ég fyndi það ekki almennilega fyrr en ég byrjaði á kaffinu. Líkaminn allur var hálfvegis þaninn og vitlaus eftir einhverja þá svakalegustu siglingu sem ég hefi lent í. Veðurofsinn slíkur að öðru hvoru var eins og barið væri með sleggju í kinnunginn utan við kojuna og svefninn hálfvegis slitróttur.

Mest blöskraði mér samt verðið. 4000 krónur fyrir að koma einum bíllausum kalli yfir sundið. Dýr tollur fyrir þá sem búa hér....

Bjarni Harðarson bloggar á www.http://bjarnihardar.blog.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.