"Heimur versnandi fer" heilkennið

30.Október'07 | 14:11

Það er stundum svo dásamlegt hvað fólk lætur auðveldlega selja sér þá hugmynd að heimurinn sé á leið til andskotans. [myndin hér til hliðar er tekin í sumar af dóttur minni og hefur ekkert með þetta blogg að gera að öðru leyti en því að ég trúi því að hún komi til með að búa við betri heim (og betri samgöngur) en við sem nú erum fullorðin]

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 15 árum) rambaði ég inn í fyrirlestur um heimspeki í Odda. Var reyndar á leið í tíma í lífeðlislegri sálfræði en fór herbergja vilt - hvorki í fyrsta né seinasta skipti sem það gerðist.

Fyrirlesturinn greip mig hinsvegar strax í upphafi en þar var einmitt verið að fjalla um þetta viðhorf "heimur versnandi fer". Meðal annars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfnunum þar sem viðkomandi taldi það til marks um þá vegferð sem heimurinn væri á, að ungmenni dagsins bæru ekki næga virðingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta viðtekin siðferðisleg gildi og væru almennt uppvöðslusöm og erfið. Þetta var skrifað fyrir rúmlega 2000 árum.

Margir trúa því um þessar mundir að landsbyggðin eigi sér ekki viðreisnar von og neysluhyggja borgarlífsins sé allt og alla að drepa. Borgin laðar og blekkir lýðinn með glamúr sínum og gylltum umbúðum. "Innan fárra ára koma allir Íslendingar til með að búa á suðvestur horninu" er sagt með ýmist armæðu eða meðaumkunar glýju í augum.

Í þessu samhengi er gott að velta því fyrir sér hvort hér sé um "heimur versnandi fer heilkennið" að ræða.

Í Tímanum 21. desember árið 1927 stóð:

"Og nú blasa við ömurlegar andstæður. Annars vegar vanhirtar sveitir, þar sem mjög dregst í efa, jafnvel í bestu héröðum, hvort bændur fái haldist við bú. Hinsvegar glysvörusýningar í Reykjavík þvílíkar sem í stórborgum álfunnar, þar sem verkalýðurinn víðs vegar að á landinu eyðir verkkaupi sínu og efnum þjóðarinnar er varpað í svelg eyðslunnar."

Það eru 80 ár síðan þetta var skrifað.

Ég hef þá einlægu trú að þótt erfiðleikarnir séu miklir sumstaðar um þessar mundir og víða eigi byggðir undir högg að sækja þá sé í heildina bjart fram undan meðfram allri standlengjunni sem og inn til sveita.  Ef til vill ekki allstaðar jafn bjart en bjart engu að síður.

Ég veit líka að Eyjamenn þekkja "heimur versnandi fer heilkennið" í umræðu um samgöngur í Eyjum. Fólk hefur ekki enn gleymt umræðunni um manndrápsfleytuna sem ekki er nokkur von að hægt sé að snúa í höfninni vegna þess hversu há hún er (Herjólfur sem er búinn að þjóna okkur í 14 ár). Fólk man líka umræðuna um jarðgöng undir Hvalfjörð og sumir þekkja meira að segja til mótmæla vegna lagningu símans.

Staðreyndin er engu að síður sú að með hverju árinu sem líður höfum við það betra.  Almenn velmegun eykst, samgöngur batna, þjónusta eflist og áfram má telja.  Vandinn er að það er svo auðvelt að selja fólki ótta.

Elliði Vignisson bloggar á http://ellidiv.blog.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.