Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

26.Október'07 | 16:54

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar á Selfossi um að kona á fertugsaldri, sem grunuð er um að hafa kveikt í húsi í Vestmannaeyjum í vikunni, yrði úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konan er því laus úr haldi lögreglu.

Lögreglan óskaði í gær eftir því að konan yrði úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Dómari tók sér frest til klukkan fjögur í dag en hafnaði svo kröfunni.

Konan er grunuð um að verða valdur að bruna í húsi við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum á miðvikudag.

Að sögn lögreglunnar í Selfossi, sem fer með rannsókn málsins, miðar rannsókn ágætlega.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.