Horfði á húsið sitt brenna

25.Október'07 | 14:21
„Þetta var mjög mikill eldur og ég held það sé allt ónýtt fyrir ofan mig," segir Aðalheiður I Sveinsdóttir Waage sem býr fyrir neðan íbúðina að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum þar sem eldur kom upp síðdegis í gær. Aðalheiður sem er heimavinnandi húsmóðir var heima þegar eldurinn kom upp, sat inni í eldhúsi og var að drekka kaffi.

„Það var fólk hjá mér í heimsókn þegar við uppgötvuðum reyk. Þá hlupum við fram og okkur tjáð að kviknað hefði í. Síðan stóðum við hinum megin við götuna og horfðum á, þetta var mjög mikið," segir Aðalheiður en þetta var um fjögurleytið í gær.

Kona á fertugsaldri, sem býr fyrir ofan Aðalheiði, er í haldi lögregl grunuð um íkveikju. „Ég þekki þetta fólk ekki mikið en þetta er ógæfufólk því miður. Ég veit ekkert hvort hún hefur kveikt í en það hefur stundum verið ónæði af þeim," segir Aðalheiður en hún hefur nokkrum sinnum þurft að hringja á lögreglu vegna ónæðis um helgar.

Aðalheiður er fædd á Eyrarbakka en hefur búið alla tíð í Vestmannaeyjum og tvö ár að Hilmisgötu. Íbúð Aðalheiðar slapp ótrúlega vel úr brunanum. „Það eru örlitlar vatnsskemmdir á íbúðinni minni en við erum með svo gott slökkvilið sem stóð sig vel."

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).