Malbikunarstöð Vestmannaeyja lokað næsta sumar

24.Október'07 | 08:36

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdasviðs var ákveðið að loka malbikunarstöðinni á næsta ári og verður líklega síðasta malbikið keyrt úr stöðinni í byrjun næsta sumars.

Á fundinum voru lagðar fram tillögur vinnuhóps um framtíðarhorfur malbikunarstöðvarinnar og voru tillögur hópsins þessar:

- Vinnuhópurinn telur ekki forsendur fyrir kaupum á nýrri malbikunarstöð m.v. fyrirliggjandi upplýsingar um stofnkostnað o.fl..

- Vinnuhópur telur ekki skynsamlegt að fara í stórfelldar viðgerðir á vélbúnaði og aðstöðu í núverandi malbikunarstöð. Miðað verði við að unnið verði í stöðinni í nokkra daga haustið 2007 og aftur fyrri hluta næsta sumars og henni verði lokað eftir þá malbikun.

- Fyrir smáviðgerðir og smá-útlagningar verði keypt tilbúið sérstakt malbik frá malbikunarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og það flutt sjóleiðis til Eyja.

- Leitað verði eftir tilboðum vegna framleiðslu á malbiki með færanlegri malbikunarstöð, en tvær slíkar stöðvar eru hér á landi. Leitað verði eftir samstarfi við Vegagerðina um að fara í verulegt átak varðandi malbiksyfirlög á þjóðvegum í Eyjum og Vestmannaeyjabær fari á sama tíma í lagningu yfirlags á nokkrum götum í gatnakerfi bæjarins.

Framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að taka upp formlegar viðræður við forráðamenn Vegagerðarinnar um samstarf vegna átaks í lagningu malbiks á götum í Eyjum og stefna að því að þessar malbikunarframkvæmdir eigi sér stað eigi síðar en sumarið 2009.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).