Opið bréf til afrekskonu

23.Október'07 | 11:31

Margrét Lára

Sæl Margrét Lára! Mig langar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að óska þér hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur í sumar.  Það velkist engin í efa um að þú skaraðir fram úr í sumar og varst lang besti leikmaður ársins í Landsbankadeild kvenna. 

Val leikmanna á Hólmfríði Magnúsdóttur, sem við Eyjamenn þekkjum af góðu einu, tók mið af öðru en að hún sé þér fremri á sviði knattspyrnu.  Frammistaða Hólmfríðar í sumar var glæst og undir flestum kringumstæðum hefði hún verið afar vel af titlinum komin.  Í sumar barst þú hinsvegar höfuð og herðar yfir alla aðra leikmenn í  Landsbankadeildinni, það er óumdeilanlegt.

Það hafa verið forréttindi fyrir áhugafólk um íþróttir að fylgjast með ferli þínum.  Við Eyjamenn höfum orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með þér frá því að þú varst lítið hærri en boltin.  Við höfum séð þig þroskast úr duglegu og hæfileikaríku barni sem með ósérhlífni óx í einhverja mestu afrekskonu í íþróttum á íslandi í dag.  Sem foreldri er ég þér einnig þakklátur fyrir þá fyrirmynd sem þú ert börnum af báðum kynjum.

Einn af fylgifiskum þess að skara fram úr er hinsvegar öfund og afbrýðisemi.  Frændur okkar Danir hafa kallað þá tilhneigingu að geta ekki samglaðst þeim sem gengur vel "janteloven" og fyrsta grein hljóðar svona: "Du skal ikke tro, du er noget" eða "Þú skal ekki halda að þú sért eitthvað".  Hugsanaháttur sem þessi er mein sem því miður plagar ákveðna kima samfélags okkar.  Í stað þess að umvefja þá sem vel gengur og hampa þeim fyrir árangur þá verður minnimáttarkennd til þess að undan þeim er grafið og steinn lagður í götu þeirra.

Eftir jákvæð kynni mín af þér þekki ég að mótlæti sem þetta styrkir þig.  Ég veit sem er að þú lætur ekki öfund og róg trufla þig í vegferð þinni á leið til afreka.  Við Eyjamenn erum afar stolt af því að geta gert tilkall til þín sem afrekskonu og trúum því að samfélagsgerð okkar hvetji fólk til að skara fram úr.  Við ætlum áfram að standa þétt við bakið á þér og öðru afreksfólki jafnt á sviði íþrótta sem öðrum sviðum.

Til hamingju Margrét Lára.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.