Byr og Guðmundur Kristjánsson bendlaðir við kaup á stofnfé í sparisjóðnum

22.Október'07 | 09:04

Sparisjóðurinn

Starfsmenn viðskiptablaðs Fréttablaðsins blogga á http://blogg.visir.is/markadurinn/ og í gærkvöldi blogguðu þeir um áhuga fjársterkra aðila á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Vestmannaeyja. Frá því að Vaktin greindi frá því í sumar að fjársterkir aðilar haf verið að sækjast eftir stofnfjárbréfum í sjóðnum hefur verið mikil umræða um sparisjóðinn.

Samkvæmt bloggi þeirra Markaðsmanna þá er hafa þeir heyrt nöfn Guðmundar Kristjánssonar og Sparisjóðsins Byr sem áhugasama kaupendur á Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum en Byrs menn neita aðild að málinu.

Guðmundur Kristjánsson reyndi fyrr á þessu ári að ná meirihluta hlutafjár í Vinnslustöð Vestmannaeyja en sá leiðangur bar ekki árangur og því er spurning hvort að næsta verkefni sé Sparisjóður Vestmannaeyja.

Samkvæmt því verðmati sem að talað er um að hver stofnfjárhafi geti fengið fyrir sinn hlut er um 40 milljónir og því er freistandi fyrir marga að ganga að tilboði fjársterkra aðila og selja.

Eftir breytingu á lögum Sparisjóðs Vestmannaeyja á síðasta stofnfjárhafa fundi þá var sú breyting samþykkt að hver stofnfjárhafi mætti eiga að hámarki 5 % eignarhlut í staðinn fyrir 1.4 % áður. Með þessu opnast enn meira á þann möguleika að ná meirihluta í sparisjóðnum og í raun er verið að auðvelda stofnfjárhöfum það til muna.

Samkvæmt heimildum http://www.eyjar.net/ hafa nokkrir viðskiptamenn Sparisjóðsins til margra ára hætt viðskiptum við sparisjóðinn eftir að stofnfjárhafa samþykktu breytingar á lögum sparisjóðsins og hækkun á stofnfé.

 

 

 

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.