Nokkrir Vestmannaeyingar eiga sumarhús í Rangárþingi. Það er hópurinn sem sækir fast að fá ferjuhöfn á Bakkafjöru.

21.Október'07 | 06:06

Gísli Jónasson

MEIRIHLUTI farþega Herjólfs á leið á höfuðborgarsvæðið, hugleiðum nú hver er samgöngubótin með ferjuhöfn í Bakkafjöru. Ný hraðskreið ferja á að sigla að öllu jöfnu á 2 tímum Vestm.-Þorláksh. Þaðan er hálftíma akstur til höfuðborgarsvæðisins í dag gegnum Þrengslin. Með nýjum suðurstrandarvegi þyrftu ökumenn ekki að fara fjallveg að vetri til. Ný ferja Vestm.-Bakkafjöruhöfn á að sigla á hálftíma. Þaðan er að sumarlagi 2 tíma keyrsla til höfuðborgarsvæðisins, en umtalsvert lengri tími að keyra að vetri til í misjafnri færð, þannig að fyrir meirihluta farþega Herjólfs yrði samgöngubótin sú að þú þarft að keyra í 2 tíma í staðinn fyrir að sitja í Herjólfi 2 tíma. Þeir farþegar frá Vestmannaeyjum sem ekki eru akandi á eigin bíl yrðu væntanlega að taka rútu frá Bakkafjöruhöfn til Reykjavíkur. Það rútufar mun sennilega kosta eitthvað á 4. þúsund króna hvora leið.

Nokkrir Vestmannaeyingar eiga sumarhús í Rangárþingi. Það er hópurinn sem sækir fast að fá ferjuhöfn á Bakkafjöru.

Eins og verkfræðingur Siglingastofnunar setur fram hugmyndina að hafnargerð á Bakkafjöru, dreg ég mjög í efa að þar verði einhvern tímann nothæf höfn. Til dæmis hafa engar GPS-mælingar farið fram á staðnum, til þess að rannsaka hreyfingu á fjörunni. Þær rannsóknir þyrfti þó að framkvæma í 3 til 5 ár áður en ákvörðun yrði tekin um framkvæmdir við væntanlega höfn. Verkfræðingurinn er búinn að reikna í nokkur ár og þar með að sandflutningurinn fram hjá hafnarmynninu fari út á sjó. Hann telur lítið magn af sandi fara inn á milli garðanna, en þegar brim og sandur loka fyrir bergvatnsárnar Holtsós, Affall og Skipagerðisós á einni nóttu er ég hræddur um að Bakkafjöruhöfn mundi líka fyllast af sandi. Þetta telur verkfræðingurinn ekki þörf á að rannsaka, enda ber hann líklega enga ábyrgð á sínum útreikningum frekar heldur en aðrir opinberir starfsmenn hafa gert fram að þessu og er þó líklega í uppsiglingu annar Grímseyjarferjuskandall með fyrirhugaðri hafnargerð.

Mér skilst að fara eigi af stað með framkvæmdir á næsta ári með litla höfn inni í brimgarðinum samkvæmt tillögum verkfræðings, sem segir að ekkert geri til þó að farþegaferjan taki niðri á sandrifinu og ekkert geri til þó ferjan rekist utan í hafnargarðana því þeir verði útbúnir með stuðpúðum. Hver trúir svo útreikningum eftir verkfræðinginn, sem segir slíka vitleysu og telur ekki þörf á GPS-mælingum á fjörunni til þess að vita meira um sandflutninginn þar, áður en framkvæmdir eru ákveðnar?

Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is