Hvað myndi ég gera

18.Október'07 | 07:18

Sparisjóðurinn

Það hefur verið mikil og málefnaleg umræða um Stofnfjáreigendur Sparisjóðsins á kaffistofunni í dag. Nokkrir Stofnfjáreigendur hafa meðal annars komið og rætt málin. Sitt sýnist hverjum og er þetta mörgum ábyggilega erfið staða, meðan öðrum líður bara vel með að sjá verðmiðann á pakkanum.

 

Ég er viss um að maður hugsaði nákvæmlega eins ef maður sjálfur stæði í þessari stöðu og myndi hugsa um eigið skinn. En eins og ég sagði áðan er dálítið fyndið að fylgjast með hvernig ákveðnir menn munu höndla það að bjóðast svona miklir peningar eftir að hafa sjálfir gagnrýnt fólk fyrir að hafa fengið gjafa-kvóta og félagshyggju-fólk sem hefur talað ómyrku máli um auðvaldið í landinu.

Eitt er víst að ég get vel unað öllu þessu fólki að eignast peninga, sérstaklega finnst mér allt í lagi að fólk sem býr hér fái mikið í sinn hlut. Þetta gæti orðið innspýting í samfélagið sem allir hér hefðu hag af. Þetta er búið að vera besta haust í Eyjum í mörg ár og nánast enginn barlómur né atvinnuleysi. Mér finnst bæjarstjórnin hafa staðið sig vel, bæði þeir sem eru í meiri- og ekki síður þeir sem minnihluta. Sá friður og samvinna sem hefur verið ríkjandi þar á bæ hefur endurspeglast í samfélaginu okkar. Þess vegna ætla ég ekki að láta afprýðisemi ráða för þegar maður fylgist með þegar millunum fjölgar í Eyjum. Ég ætla að samgleðjast.

Minni á að það er gott verð á jeppadekkjum á Hjólbarðastofunni. 

Magnús Bragason bloggar á www.maggibraga.blog.is

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.