150 milljónum verður varið til að jafna flutningskostnað

17.Október'07 | 17:00

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Lagðar verða 150 milljónir króna til jöfnunar flutningskostnaðar á landinu samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Í svari við fyrirspurn á Alþingi í dag um strandsiglingar fagnaði Kristján L. Möller, samgönguráðherra, því að fjármunir væru ætlaðir til að jafna flutningskostnað.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins spurði ráðherrann hvort hann hygðist beita sér fyrir auknum strandsiglingum sem hagkvæmum kosti. Kristján kvaðst hlynntur slíkum flutningum. Benda mætti á að stjórn Evrópusambandsins reyndi að koma þungaflutningum af þjóðvegum í Evrópu. Hugsanlega mætti hvetja til strandsiglinga með því að bjóða út flutninga á 2500 gámum á einu ári. Færu flutingar niður fyrir þá tölu myndi ríkið greiða mismuninn. Þannig mætti tryggja strandsiglingafyrirtæki lágmarkstekjur.

Árni Þór Sigurðusson, þingmaður VG, benti á að sjóflutningar væru umhverfismál. Í umræðunum benti Grétar Mar Jónsson Frjálsynda flokknum á að þungaflutninar í gegn um höfuðborgina með olíu og bensín væru óviðunandi. Sem betur fer væri  flugvélareldsneyti flutt sjóleiðina til Helguvíkur. Kristján Möller bætti við að þrisvar til fjórum sinnum í viku færu fullfermdir olíubílar til Ísafjarðar, ýmist um Hvalfjarðargöng eða fyrir Hvalfjörð eftir því á hvaða tíma sólarhrings þeir væru á ferðinni.

Eitt fyrirtæki stundar sjóflutninga milli Akureyrar og nokkurra annarra hafna. Skipið er skráð í Færeyjum af hagkvæmnisástæðum og sagði samgönguráðherra að með því væru í raun Færeyingar að niðurgreiða sjóflutninga hér á landi.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.