Hannes ábyrgist vatnalögin

16.Október'07 | 10:43

Bæjarstjóri Vestmannaeyja brást skjótt við, eins og hans er von og vísa, í kjölfar skrifa um vatnslögnina í gær. Sendi hann frá sér tilkynningu um að Hannes Smárason, fyrir hönd Geysir Green Energy, hafi lýst því yfir að félagið muni styðja ákvörðun HS (hitaveitunnar, ekki Hannesar) um að leggja nýja vatnslögn til Eyja.  Jafnframt upplýsir bæjarstjórinn að samningar þeir sem gerðir voru við innlögn Bæjarveitanna í HS tryggi að ekki sé unnt að hækka gjaldskrá til Vestmannaeyja umfram almenna gjaldskrá HS.

Þá er að vona að þær sviptingar sem framundan virðast vera á eignarhaldi í HS muni ekki hafa áhrif á þetta.  Þó er ljóst að einhvern veginn verður GGE að ná nægum arði út úr fyrirtækinu til að hafa upp í kaupverðið á hlutum sveitarfélaganna.  Hvort það verður gert með almennum gjaldskrárhækkunum eða með því að draga úr viðhaldi og/eða þjónustu verður að koma í ljós.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is