Flugfélag Íslands og Vegagerðin skrifa undir samning um flug til Vestmannaeyja

16.Október'07 | 15:02

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samning við Vegagerðina um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Nýr samningur tekur gildi þann 01. nóvember 2007 og gildir til loka ársins 2009 en möguleiki er að framlengja samninginn um tvö ár til viðbótar eða til loka ársins 2011.
Flugfélag Íslands tók aftur upp flug til Eyja fyrir réttu ári og hefur sinnt því meðan unnið var að útboði. Í framhaldi af útboði sem haldið var sl. sumar ákvað samgönguráðherra svo að fela Vegagerðinni að semja við Flugfélag Íslands um flug á þessari leið. Flognar verða 15 ferðir í viku á veturna, tvær ferðir alla daga nema föstudaga, þá verða þrjár ferðir farnar. Yfir sumartímann verða 3 ferðir í boði alla daga nema miðvikudaga og laugardaga en þá verða 2 ferðir í boði.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.