Ég er nú svolítið hugmyndaríkur og aldrei að vita hvaða snilldar hugmynd ég fengi sem framkvæmanleg væri í eyjum.

16.Október'07 | 06:58

Stefán Stebbi Steindórs

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Stefáni Þór Steindórssyni en Stefán er búsettur í Reykjavík og vinnur á Arkitektarstofunni arkitektur.is.

Nafn:
Stefán Þór Steindórsson (1978)
  
Fjölskylduhagir:
Í sambúð með Þórhildi Rafns Jónsdóttir og eigum við einn son Loga Snæ (1999) og svo er eitt á leiðinni nú í nóvember.
  
Atvinna og menntun:
Vinn á Arkitektarstofunni arkitektur.is
Lærður Tækniteiknari og fer senn að vinna að lokaverkefni í Byggingarfræði. Sem ég hef verið að læra undanfarin ár í Kaupmannahöfn
  
Búseta:
Bý í Þingholtunum og kann ofsalega vel við mig. Róleg gata nálægt öllu.
  
Mottó:
Að lifa lífinu brosandi 
  
Ferðu oft til Eyja ?
Það er einsog með marga aðra.. Alltof sjaldan.. Það hefur yfirleitt verið þannig hjá mér að það eru of fáir dagar í einni helgi til að ná öllu sem ég vill. 
  
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Það gerir mig hiklaust að þeim manni sem ég er í dag. Án eyjanna væri ég eflaust allt önnur persóna. Elska það það hafa alist þarna upp.

Tenging við eyjarnar í dag:
Móðir mín býr í eyjum og bróðir með sýna fjöldskyldu og svo er að sjálfögðu ættingjar, vinir og kunningjar sem eru þar.
  
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Ég geri það með hjálp vefmiðlanna sem í eyjum eru og svo að sjálfsögðu með spjalli við ættingjana en einnig eru ýmsar blogsíður sem hjálpa manni að fylgjast með því sem ekki kemu á öðrum stöðum. 
  
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Staða bæjarins finnst mér vera góð en alltaf má huga betur að framtíðinni. Hugsa til framtíðar og stefna á að gera eyjarnar að meiri paradís en  þær eru nú þegar

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Í skólastarfi ýmiskonar. Ég sé áframhaldandi ferðamannaþjónustu að sjálfsögðu en auk þess held ég að eitthvað nýtt þurfi að gerast til að kúvenda þeirri stöðu sem í gangi hefur verið undanfarin ár í sambandi við fólksfækkun. Margar hugmyndir hafa komið upp á undanförnum árum sem vert er að huga betur að.

Endurbætur slippsins svo hægt verði að bjóða í stór verk og einhverskonar heilsuhæli eða íþróttaakademia eru sniðugar hugmyndir en held ég að Vestmannaeyingar hafi misst af lestinni í akademiunni td.

Einnig mætti athuga það að gera Vestmannaeyjar að eftirsóknaverðu háskólasvæði. Það þarf að finna eitthvað sem gæti trekt fólk til eyja. 
  
  
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Mikið púður verður lagt í samgöngumálin en þau eru einsog allir vita til háborinnar skammar. Sé fólksfjölda aukast á næstu árum ef vel er haldið á spöðunum.
  
  
Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Nei, því miður ekki. Hef komið mér vel fyrir en Reykjavík hentar mér mun betur. 
  
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Já það gæti verið eitthvað slíkt sem drifi mann til eyja aftur. En það yrði ekki allavega á þeim vettvangi sem ég er nú á. Ég er nú svolítið hugmyndaríkur og aldrei að vita hvaða snilldar hugmynd ég fengi sem framkvæmanleg væri í eyjum. Líst td. Mjög vel á þá hugmynd sem er verið að framkvæma núna með upptökustúdíó. Mín hugmynd yrði að vera þannig að hún skapaði starf fyrir mig og fjöldskyldu mína auk þess að fleirri stöðugildi myndu skapast því annars yrðu eyjar ekki fyrir valinu. Ég væri til í að gera þetta til að styrkja eyjar. 
  
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Já ég myndi hiklaust skoða það en það þyrfti að vera arðbært að sjáfsögðu. Held að allt annað en bakkafjara gæti fengið mig til að skoða möguleikann að vera með.  
 
Eitthvað að lokum ?
Brosum
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.