Elliði Vignisson svarar Sigurði Vilhelmssyni

15.Október'07 | 23:00

Sæll félagi

Sá á þínu fína vefsvæði að þú hefur, eins og svo margir áhyggjur af vatnsmálum okkar Eyjamanna.

Meðal annars segir þú:
"Nú væri gaman að vita frá hverjum bæjarstjórinn okkar hafði þetta loforð um nýja vatnslögn til Eyja og hvort því loforði hafi fylgt einhver skilyrði.  Af þessum nýjustu fréttum að dæma hefur því einhver logið að Elliða, því varla færi Elliði að ljúga að okkur.  Elliði þarf að upplýsa okkur bæjarbúa um hvað hefur breyst og hvort við megum búast við umtalsverðum hækkunum á gjaldskrá ef ríkið neitar að borga leiðsluna. "

Þess vegna sendi ég þér hér yfirlýsingu Hannesar Smárasonar stjórnarformanns GGE þar sem framkemur að Geysir Green Energy muni með sínum eignarhluta (sem er ólíkt stærri en þau 6,7% sem við áttum) ábyrgjast gagnvart Vestmannaeyjabæ að félagið muni styðja ákvarðanir um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja og að tryggður verði eðlilegur rekstur og lögbundnar skyldur um vatnsveitu Vestmannaeyja.

Þá stendur eftir hvort ástæða sé til að óttast ofur verðlagningu en vonandi er slíku ekki fyrir að fara.  Bæði er girt fyrir slíkt í lögum um vatnsveitur og einnig segir í viðauka við samning þann sem var undirritaður þegar HS hf og Bæjarveitur voru sameinaðar að "allar hækkanir/lækkanir á gjaldskrá nýs fyrirtækis (aðrar en lækkun vegna orkuöflunar) verði samræmdar þannig að ef breyta þarf verði á einu veitusvæði nái sú breyting til allra". (sjá mynd hér að neðan).  Þannig að ef hækka á vatnið hér þá þarf að gera það á öllu veitusvæðinu.

Hitt er svo annað mál að það er ekkert óeðlilegt að ríkið hafi aðkomu að lagningu á vatnslögn milli lands og Eyja, hvort sem við erum hluthafar í HS eða ekki.  Á meðan ég átti sæti í stjórn HS var það oftar en einu sinni rætt að aðkoma ríkisins væri forsenda þessarar lagningar. 

Sem sagt þessi mál eru ekki í öðrum farvegi en þau hefðu verið ef við hefðum átt okkar 6,7%.

Kveðja

Elliði Vignisson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is