Stofnfé Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja aukið um milljarð

13.Október'07 | 14:34

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

Í dag má lesa á vefnum www.mbl.is að stofnfé Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verði aukið um milljarð. Eins og flestir vita þá þarna átt við Sparisjóð Vestmannaeyja en ekki Lífeyrissjóð Vestmannaeyja. www.mbl.is hefur eitthvað ruglað saman nöfnum þegar fréttin var sett í loftið.

Frétt uppfærð: 16:25 Mbl.is hefur lagfært titil fréttarinnar

Fréttina má lesa hér að neðan:

Ákveðið hefur verið að auka stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja, en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi stofnfjáreigenda í vikunni. Er sagt frá þessu í Eyjafréttum.

Tillaga meirihluta stjórnar sjóðsins hljóðaði upp á heimild stjórnar til að auka stofnfé um allt að einn milljarð og á hún að gilda til ársloka 2009. Var lagt til að bjóða út 350 milljónir króna fyrir lok þessa árs.

Þá var samþykkt breyting á samþykktum sjóðsins um afnám jafnrar eignar að stofnfjárhlutum og að hér eftir verði einn hlutur ein króna. Þá var ákveðið að hámarkshlutur hvers stofnfjáreiganda verði fimm prósent af útgefnu stofnfé.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1296727

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%