Nýtt kynningarmyndband um Vestmannaeyjar

11.Október'07 | 05:47

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á ferða- og upplýsingavefnum www.VisitWestmanIslands.com er að finna nýtt kynningarmynd um Vestmannaeyjar. Í myndbandinu er að finna viðtöl við erlenda ferðamenn sem komu til Vestmannaeyja í sumar og segja þeir frá því hvað þeim fannst markverðast að sjá í Vestmannaeyjum.

Það var Sighvatur Jónsson sem tók þessi viðtöl og klippti myndbandið en myndbrot eru frá Jóni Karli Helgasyni og Ernst Kettler. Undir myndefninu hljóma svo þjóðhátíðarlög.

Sighvatur Jónsson hefur verið búsettur undanfarin ár í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni en hann stundar þar nám við tölvunarfræði. Áður hafði Sighvatur klárað nám í Margmiðlunarhönnun.

Sighvatur á og rekur Sigva Margmiðlun (www.sigva.is) en það var í gegnum það fyrirtæki sem þetta verkefni var unnið fyrir 24seven ehf.

Nýja myndbandið má sjá hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is