Björgunarbáturinn Þór ræstur út í nótt

11.Október'07 | 10:26

Þór Björgunarfélag Vestmannaeyja

Í nótt klukkan 03:00 barst útkall á áhöfn björgunarbátsins Þór en Færeyskur fiskibátur sendi út neyðarkall er hann varð vélarvana. Báturinn var á reki um fjórar mílur milli Þjórsár og Stokkseyrar.

Björgunarbáturinn Þór fór frá bryggju innan við 10 mínútum eftir að útkall barst. Þegar Þór átti 10 sjómílur í bátinn þá fengu þeir þær upplýsingar að Sæberg frá Þorlákshöfn væri kominn á staðinn og það væri verið að kasta línu á milli. Eftir að staðfesting fékkst að Færeyski báturinn væri kominn í tog þá snéri Þór við en þá vorum um 6 sjómílur að bátnum. Þór kom svo til eyja aftur klukkan 06:00 í morgun.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.