Landsmót Samfés haldið í eyjum

8.Október'07 | 06:34

Féló

Landsmót Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Tæplega 400 unglingar og starfsmenn félagsmiðstöðva tóku þátt í starfi helgarinnar og óhætt er að segja að unglingarnir hafi sett skemmtilegan svip á bæinn um helgina. Setning mótsins, sem upphaflega átti að vera á Stakkagerðistúni, var færð inn í Íþróttamiðstöð vegna veðurs. Flutti Páley Borgþórsdóttir formaður menningar -og tómstundaráðs ræðu, grillað var og síðar um kvöldið lék hljómsveitin Tríkot fyrir dansi.


Á laugardeginum var smiðjuvinna, þá gátu þátttakendur valið sér mismunandi smiðjur til að vinna í að deginum til. Úr nægu var að velja en á meðal þess sem hægt var að velja var förðunarsmiðja, ljósmyndasmiðja, golfsmiðja og eldfjallasmiðja.
Nutu þátttakendur aðstoðar hinna ýmsu aðila úr bæjarlífinu, til að mynda sá Kristín Jóhannsdóttir menningar -og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja um eldfjallamiðjuna, Högni Hilmisson sá um tónlistarsmiðju, Grímur kokkur sá um kokkasmiðju, Örlygur Helgi Grímsson um golfsmiðju og Björgunarfélag Vestmannaeyja sá um sig -og sprangsmiðjuna, svo fáir séu tiltaldir.
Á laugardagskvöldinu var síðan slegið upp hátíðarkvöldverði í Höllinni, afrakstur smiðjuvinnunnar var kynntur og að því loknu var dansleikur með Sprengjuhöllinni og bæjarlistarmönnum Vestmannaeyja, The Foreign Monkeys.
Að sögn Sigþóru Guðmundsdóttur forstöðumanni Féló gekk helgina í alla staði mjög vel. Helst hefði verið hægt að kvarta yfir veðrinu á föstu -og laugardeginum en veðurguðirnir bættu það upp með frábæru veðri á sunnudeginum. Á sunnudeginum var kosið í nýtt ungmennaráð Samfés, en kosið er eftir landshlutum. Suðurland á tvo fulltrúa og annar þeirra sem hlaut kjör er Eyjastelpan Elín Sólborg Eyjólfsdóttir.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is