Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn

7.Október'07 | 06:49

minkur

Minkur fannst um borð í netabátnum Stíganda VE, sem liggur nú við landfestar í Vestmannaeyjahöfn. Minkur er ekki landlæg plága í Vestmannaeyjum og því er óvenjulegt að sjá slíkt kvikindi þar, hvað þá um borð í fiskibáti. Menn brugðust hins vegar skjótt við og líklega var ævintýraferð minksins til Vestmannaeyja sú síðasta sem dýrið fór.

Eftir rúmlega klukkustundar langt umsátur þeirra Adólfs Þórssonar og Ásmundar Pálssonar, meindýraeyðis Vestmannaeyjabæjar, skaust minkurinn undan netahrúgu og stökk út í sjó. Ásmundur náði tveimur skotum og virtist hæfa dýrið sem þó fannst ekki á eftir.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.