Sameppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja

5.Október'07 | 10:51

Vestmannaeyjahöfn

Skólamálaráð  Vestmannaeyja hefur ákveðið að efna til samkeppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir  Grunnskóla Vestmannaeyja. 

Allir skapandi einstaklingar, bæði nemendur skólans sem og  aðrir eru hvattir til að leggja höfuðið í bleyti og koma með góðar hugmyndir.

Þeir sem vilja taka þátt og hanna lifandi og táknrænt merki  fyrir skólann eru beðnir að senda hugmyndir sínar til Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra   á jonp@vestmannaeyjar.is eða  í pósti merkt Jón Pétursson framkvæmdastjóri, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum. Dómnefnd skipuð fagfólki, nemendum, og foreldrum  mun síðan aðstoða bæjaryfirvöld við að velja úr innsendum tillögum.

Verðlaun verða  stafræn myndavél. 

Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að nota merkið og  skammstöfunina,  sem valin  verður eins og hentar best fyrir  skólann og sveitarfélagið.

Tillögur  sendist til Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs  fyrir 15. nóvember  2007.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.