Vestmannaeyjar í dag

1.Október'07 | 12:23

Georg Arnarson

Fór á sjó í gær með 12 bjóð. Veðrið var fallegt en svolítið þungur sjór, en slétti þegar leið á daginn. Afli var ágætur, eða tæp 2 tonn, þar af ca. 1200 langa og 500 ýsa. Það versta er að þá er sennilega löngukvótinn búinn þetta árið og þarf ég að leigja mér löngukvóta það sem eftir er af þessu fiskveiðiári (ellefu mánuðir eftir).

Það sem vakti mesta athygli mína í umræðum helgarinnar, er þessi svokallaði styrkur upp á 200.000, sem atvinnulaust landabyggðafólk getur fengið til að hjálpa sér við að flytja annað (og þá yfirleitt á höfuðborgarsvæðið). Hver segir svo að draumur íhaldsmanna um eitt stórt borgarríki sé ekki enn við lýði? Það er verst að í þessum hugmyndum, eftir því sem mér skilst, þá sé talað um stórt höfuðborgarsvæði, með litlum kjörnum á norður, austur og suðurlandi, en hvergi nokkur staðar, eftir því sem mér skilst, minnst á bæjarfélög eins og t.d. Vestmannaeyjar. Svo maður spyr sig, erum við eyjamenn ekki með, eða á að leggja okkur niður? (Mér skilst reyndar að fráfarandi formaður framsóknarmanna hafi einhvern tímann sett fram svona hugmyndir, þ.e.a.s. um borgarríki).

Á morgun ætla ég að leggja land undir fót og fara í bæinn og svo á suðurnesin. Á miðvikudaginn er meiningin að fljúga til Tenerife og baka sig þar í viku, í rigningunni, því síðast þegar ég fór á Canarý í vikuferð sást sólin ekki nema í tvo tíma þá vikuna. Var ég vinsamlegast beðinn um að koma ekki aftur.

Varðandi skoðanakönnunina hjá mér (vinstra megin á síðunni, neðst) um Bakkafjöru, já eða nei, þá mun hún standa til 15. okt. Nú þegar hafa liðlega 100 kosið og ef við gefum okkur að c.a. fjórir séu á bak við hvert atkvæði, miðað við meðal fjölskyldi, þá er ég mjög ánægður með það, en vonast að sjálfsögðu eftir því, að fleiri taki þátt. Eins og ég hef skrifað áður, þá er þetta sennilega eini möguleiki okkar til að segja skoðun okkar á þessu máli, enda er íhaldið ekki vant því að hlusta á skoðanir annarra en sinna eigin og þessi svokallaði V-listi í eyjum virðist vera algjörlega skoðana- og áhugalaus um málið, enda kannski ekki furða, þar sem að fólk í þeim lista virðast vera svona hálfgerðir afgangar úr hinum og þessum flokkum.

Ég reikna nú með því að það séu tölvur þarna úti, þannig að ég geti fylgst með og sett inn athugasemdir, ef með þarf.

Meira seinna.

www.georg.blog.is

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.