Það verður að nýta sérkenni eyjanna og þá gífurlegu náttúrufegurð sem þær hafa upp á að bjóða.

26.September'07 | 06:50

Egill

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Agli Þorvarðarsyni, en hann vinnur sem lögfræðingur hjá Baugi Group á Íslandi.

Nafn:
Egill Þorvarðarson (1978)

Fjölskylduhagir:
Er giftur Hrefnu Kristínu Jónsdóttur. Saman eigum við son, Tristan Elí, auk þess sem annað barn er á leiðinni nú í október.

Atvinna og menntun:
Lögfræðingur frá Lagadeild Háskóla Íslands. Er auk þess með réttindi sem héraðsdómslögmaður. Starfa nú hjá Baugi Group hf. sem lögfræðingur félagsins á Íslandi.

Búseta:
Reykjavík. Vesturbærinn, rétt við Frostaskjól.

Mottó:
Carpe diem.

Ferðu oft til Eyja ?
Ferðunum hefur fækkað mjög undanfarin ár. Nú er svo komið að aðeins er um að ræða jafnvel eina ferð á ári, þá á Þjóðhátíð.
  
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Að sjálfsögðu. Frelsið sem í því fólst að geta valsað um hálfpartinn sjálfala um alla eyju kenndi mér að bera ábyrgð á sjálfum mér og því sem ég tek mér fyrir hendur.

Tenging við eyjarnar í dag:
Tveir bræður mömmu búa í Eyjum, auk þess sem þar eru vinir og kunningjar.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já ég skoða reglulega fréttavefi sem gerðir eru út frá Eyjum.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Hef ekki mikið velt henni fyrir mér, en sýnist vera uppgangur eftir lægð síðastliðinna ára.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Ég held að ferðamennska hljóti þar að spila stórt hlutverk. Þar verður að nýta sérkenni eyjanna og þá gífurlegu náttúrufegurð sem þær hafa upp á að bjóða. Uppgröfturinn við Eldfell held ég að hljóti ennfremur að vekja áhuga erlendra ferðamanna sem íslenskra. Ég er ekki hlynntur því að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum á landsbyggðinni með því að flytja ríkisfyrirtæki til þeirra. Vandann verður að leysa á staðnum og nýta þau tækifæri sem þar eru til staðar.

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Vonandi fjölgar þar fólki. Fjölmennt bæjarfélag er forsenda þess að fyrirtækin og rekstur þeirra blómstri, þannig verður til öflugt bæjarfélag sem getur boðið fólki upp á þá þjónustu sem það þarfnast og nauðsynleg er.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Nei. Markaðurinn fyrir lögrfræðinga eða lögmenn er ekki stór í Eyjum. Miðstöð viðskiptalífsins á Íslandi er í Reykjavík og þar verð ég.

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í Vestmanneyjum?
Nei. Ekki mínar tvíbökur.
  
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Ef tryggt yrði að ég fengi arð af þeim innan tíu ára.

Eitthvað að lokum ?
Áfram Þór!

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).