Stórhuga feðgar ætla að opna fullkomið upptökustúdíó í eyjum

24.September'07 | 14:12

Nýverið festi ljósa -og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteigninni Gamla Betel (Leikskólinn) og þar ætla þeir sér að byggja upp fullkomið upptökustúdíó, eyjar.net heyrði í þessum ofurhugum og vildi fá að vita meira um þessa stórtæku hugmynd.

Eigendur ljósa-og hljóðkerfaleigunnar eru feðgarnir Ólafur Guðjónsson (Óli áHvoli/Gæfunni) og Árni Óli.

Eyjar.net tók púlsinn á framkvæmdarstjóra Span honum Árna Óla og fékk að heyra meira

Upptökustúdíó í Vestmannaeyjum, hvernig kom það til ?
Hugmyndin fæddist eflaust þegar pabbi var í musikbransanum, en ég held ad það hafi verið draumur hjá honum. Fyrir 2 árum fórum við feðgarnir af stað með hljóðkerfisleigu sem átti nú bara að vera smá batterí sem ætti að geta ráðið við smærri tónleikahöld en alltaf stækkaði og stækkaði það batterí. Nú í dag getum við haldið tónleika og smærri samkomur á þó nokkrum stöðum á sama tíma. En okkur langaði einnig að búa til upptökustúdió þar sem hljómsveitir gætu komið til eyja og tekið upp efnið sitt.

Eruð þið búnir að ganga með þessa hugmynd lengi í maganum ?
Eins og ég sagði fyrr þá held ég að þetta komi allt frá unglingsárum pabba, ef hann væri ekki til staðar hefði þessi hugmynd held ég ekki verið á dagskrá.


Hvernig hefur hljóðkerfaleigan sem þið hafið verið að reka undanfarið verið að ganga ?

Undafarna daga höfum við tekið rölt hér í bænum og dreift út bæklingum frá hljóðkerfis og ljósaleigu SPAN og kom þá í ljós að ekki eins margir Vestmannaeyingar vita að þessi þjónusta sé hér í boði. En þrátt fyrir það hefur nú gengið sæmilega vel. Vonandi einn daginn verðum við það stórir að við getum tekist á við stór verkefni eins og Þjóðhátíðina.


Hvernig sjáið þið markaðinn fyrir ykkur, er þetta harður bransi ?

Markmiðið hjá okkur varðandi upptökustúdió hér í eyjum er að leyfa hljómsveitum allstaðar af landi að koma hingað og eyða hér góðum stundum í rólegu og fallegu umhverfi. Við erum ekki að stefna á markað einungis fyrir Vestmanneyinga heldur trekkja fólk frá öllu Íslandi til koma hingað og taka upp.


Af hverju ætti tónlistarmenn að koma til Vestmannaeyja að taka upp tónlist sína ?
Hér er hægt að vera afslappaður að taka upp efnið sitt. Segir allt sem segja þarf.


Hvernig verður upptökumálum háttað, sjáið þið um þetta sjálfir eða þurfið þið að ráða faglærðan mann í þetta ?

3 Vestmanneyingar eru nú þessar mundir í námi erlendis við að læra upptökur, ég er viss um að einn þeirra snúi aftur hingað. Upptökustúdió bjóða annahvort uppá stúdíó með upptökumanni eða án upptökumanns. Við munum bjóða uppá hvort tveggja.


Nú eruð þið nýbúnir að kaupa húsnæði fyrir þetta, er ekki mikið sem þarf að huga að við uppsetningu á upptökuveri ?

Jú það er sko mikil vinna frammundan á uppbyggingu á gamla Betel. Hugsa þarf um hvert einasta herbergi, hvernig á að hátta því hvernig hljómurinn þarf að vera og hvað á að taka upp í því. Hugsunin er að vera með einn sal sem hægt verður að taka upp live upptökur, kóra, strengja eða lúðrasveitir. Herbergi 1 verður hugsað sem trommuherbergi og herbergi 2 verður hugsað sem dauða herbergið, en það mun ekki vera til svokallað endurkast í því . Boðið verður uppá bestu mögulegu græjur fyrir upptöku.
    Í þessu húsnæði verður einng boðið uppá íbúð sem mun innihalda eldhús, 2 svefnherbergi, stofu, klósetti og allt sem þarf til að líða vel meðan á upptökum stendur.


Hvenær stefnið þið á að opna studíóið ?

Við vonum að það verði tilbúið fyrir sumar 2008


Hvað haldiði að þetta verði mörg stöðugildi, þegar mest á lætur ?

Ég mundi giska á að þetta verður vinna fyrir 2 - 3 menn í föstu starfi, en hlutastörf held ég að þetta gæti farið uppí eitthverja tugi.


Eitthvað að lokum ?

Ég vona að öllu hjarta að þetta muni takast vel og að Vestmannaeyingar muni nýta sér þennan kost á að geta tekið upp á sínum heimavelli.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.