Eru Bæjarveitur Vestmannaeyja framtíðin?

24.September'07 | 18:45
Í sumar seldi Vestmannaeyjabær sem kunnugt er hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy fyrir á fjórða milljarð króna. Síðan þá hefur farið fram fjörug umræða um hvað gera skuli við alla þessa peninga. Sýnist sitt hverjum og bæjarstjórn hefur lýst því yfir að ekki verði rasað um ráð fram við ráðstöfun þeirra. Það hentar líka núverandi meirihluta ágætlega að sitja eitthvað lengur á peningunum, því eftir því sem nær dregur kosningum eykst pólitískt vægi þeirra.
En eitt er það sem menn þurfa að velta fyrir sér og það í fúlustu alvöru. Nú þegar stefnir í að GGE eignist Hitaveituna með húð og hári berast fréttir af því að leitað sé eftir erlendum fjárfestum sem hægt verði að selja hlut í GGE. Hafa þar heyrst tölur um þriðjungshlut eða þaðan af hærra. Þá hafa fjárfestingabankar á borð við Goldman Sachs verið nefndir til sögunnar.

Reynslan af einkavæðingu orkufyrirtækjanna í nágrannalöndum okkar hefur líka sýnt að alls staðar hækkar verðið og þjónustan versnar. Þar verða litlu svæðin einna verst úti. Þegar kemur að því að endurnýja vatnslögnina milli lands og Eyja, verður einhver sem hefur áhuga á því annar en við Eyjamenn? Fari hún í sundur, liggur eitthvað á að gera við? Verður það efst á forgangslistanum hjá Goldman Sachs, sem verða jú að fá viðunandi ávöxtun af fjárfestingunni sinni?

Getur hugsast að Vestmannaeyjabær muni standa frammi fyrir því eftir nokkur ár að þurfa að taka aftur yfir almenna veitustarfsemi í Eyjum, því hún skilar einfaldlega ekki nægum hagnaði á "frjálsa markaðnum"? Gæti verið að eftir nokkur ár þurfum við að stofna Bæjarveitur Vestmannaeyja til að sinna þeirri starfsemi sem skilar ekki nægum arði til New York?

Þá gæti verið gott að eiga 3,5 milljarða inni á bók.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.