Vantar skýra sýn fyrir Vestmannaeyjar

22.September'07 | 05:09

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Guðjóni Ólafssyni, en hann vinnur sem nuddari í Stressvíkurborg eins og hann orðaði það.

Nafn ?
Guðjón Ólafsson

Fjölskylduhagir ?
Frekar rólegir, þarf eiginlega bara að hugsa um mig sjálfan eins og er.

Atvinna og menntun ?
Stúdent frá FÍV og lærður heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands. Starfa sem verktaki í nuddi og sem framkvæmdastjóri í ný kynslóð, nemendafélags.

Búseta ?
Á mörkum 101 og 105 Reykjavík

Mottó ?
Að hafa mitt á hreinu.

Ferðu oft til Eyja ?
Reyni að fara svona á 3-4 mánaða fresti.

Tenging við eyjarnar í dag ?
Tilfinngalegar. Ólst upp í eyjum og er auðvitað alltaf eyjamaður, missi oft út út mér setninguna "heima í eyjum." Fjölskyldutenging þar sem foreldrar mínir búa í eyjum ásamt bróður mínum. Einnig vina,-ættar- og kirkjutengsl.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já, mjög mikið. Mikið í gegnum fjölmiðla ásamt því að tala við fólk.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag ?
Ótrúlega margt hefur verið hallandi fæti niður á við síðasta rúmlega áratuginn. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem hefur unnið að ástandi eyjanna, þá er staða eyjanna alls ekki viðunandi. Ég hef samt góða tilfinningu fyrir núverandi bæjarstjórn, hef trú á þeim. Mér finnst síðustu árin hafa vanta alla stefnumörkun, það hefur vantað skýra sýn fyrir Vestmannaeyjar og framfylgja þeirri sýn svo! Það þarf að keyra betur á styrkleika og möguleika eyjanna.

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna ?

Varðveita þá þætti sem hafa verið styrkleikar. Vestmannaeyjar er einstakur ferðamannastaður og er ferðaþjónusta einn helsti styrkleiki sem ég sé, ekki spurning. Það þarf að vanda vel um það og kynna pleisið enn betur. Einfaldir hlutir eins og þétting miðbæjarkjarnans skipta ótrúlega miklu máli ásamt að miðbærinn sé fallegur. Þá tala ég um vel hirt hús og máluð ásamt koma fyrir litlum lystigarði á tómum svæðum, gera hann vinalegan og þægilegan. Strax og leiðin upp á land verður aðgengilegri þá breytist ýmislegt í rétta átt, ég trúi því svo sannarlega.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja ?
Hugurinn leitar stundum "heim" En svo framarlega að maður sé að gera það sem maður vill vera að gera, þá skiptir staðurinn ekki máli. Ég er í þannig aðstöðu núna í því sem ég vinn við í Reykjavík. En annars, já, ég lít á Vestmannaeyjar sem heppilegan valkost ef ég hygg á breytingar,

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í Vestmanneyjum ?
Ég sé ýmsa möguleika og hef hugsað ýmislegt sem ég gæti gert ef ég myndi flytja til eyja, já. En eins og staðan er akkúrat núna þá er það ekki vænlegt.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Ég lít á göngin sem heppilegasta kostinn ef það er gerlegt. Við erum kanski í svolítið erfiðri aðstöðu þar sem ákveðnir menn vilja keyra gæluverkefni sínu, bakkafjöruhöfn, án þess að vilja líta á allar hliðar málsins með opnum huga. Ef kæmi í ljós að hættulaust sé að gera göng og það verður kýlt á þá leið, þá myndi ég gaumgæfilega skoða það já að kaupa hlutafé. Við sjáum hvernig staðan er með Hvalfjarðagöngin, ekki höfðu allir trú á þeim!

Eitthvað að lokum ?
Meðan eyjamenn rífa hvorn annan niður, þá tapa eyjarnar. Ég hvet alla til að standa saman að uppbyggingu og hætta allri þröngsýni, óeiningu og baktali. Líf og dauði er á tungunnar valdi, tölum því líf yfir Vestmannaeyjar og hvert annað í stað þess að rífa niður. Þannig verður rómur eyjanna aftur víðfrægur. Bið að heilsa öllum þeim, sem ég hef á einn og annan hátt misst eða minnkað samband við undanfarin ár í Stressvíkurborg.

eyjar.net þakkar Guðjóni kærlega fyrir að gefa sér tíma í að svara okkur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is